Nýjar pælingar

Það er langt síðan ég skrifaði hér og nú er ég er full af hugmyndum, mörgum ansi skemmtilegum. Það hefur margt breyst hjá mér síðastliðin tvö ár og líf mitt hefur tekið stefnu í óvænta átt. Ég eignaðist yndislega dóttur síðastliðinn júní og heitir hún Ágústa María. Þetta er mitt fjórða barn og ég gæti ekki verið hamingjusamari. Ég á líka yndislegan unnusta sem er góður við mig og þekkir mig vel. Hann elskar mig eins og ég er - af því að ég er ég og það er ómetanlegt. En... svo ég skrifi nú eitthvað um pælingar mínar undanfarið, þá mér finnst heimurinn skemmtilegur og spennandi vettvangur. Ég hlusta vel á alheiminn og hann hlustar á mig, hann svarar mér líka iðulega jafnóðum og er mér sérlega góður. Ef mér er eitthvað málefni ofarlega í huga þá birtist það oft fyrr en ekki seinna í td fréttum og þegar ég velti einhverju fyrir mér fæ ég svör innan skamms, á einn hátt eða annan, mér finnst þetta gott fyrirkomulag. Og ef alheimurinn spyr mig að einhverju þá svara ég honum í þeirri hugmynd sem birtist fyrst uppi í kollinum á mér og það er þá alltaf rétta svarið. Mér þykir fólk almennt ekki skilja hvað þetta er eðlilegt og það gerir sér ekki grein fyrir því hvað við erum tengd við alheiminn. Það veit ekki að við erum hluti af honum eins hann af okkur og að við erum td búin til úr stjörnudufti. Atómin mín hafa verið hér og þar og auðvitað muna þau sinn tíma. Staðreyndin er reyndar sú að atóm eru 99.999999999999% tómt rými svo að samkvæmt því erum við "næstum" því ekki hér. Allt "dótið" í kringum okkur, þ.e.a.s. td tölvan, borðið, músin o.s.fr. er "næstum" því ekki hér. Þá er bara spurningin, ef að við erum 99.999999999999% ekki hér, nú... hvar erum við þá? Spennandi pæling þykir mér. En ég bæti við þetta fleiri pælingum fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband