Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Stúlkukindin ég.

Það er laugardagur......það er erfitt laugardagskvöld. Ég sit hérna heima hjá mér að sötra kaffi og er að reyna að koma mér til að fara í baðið sem ég lét leka í fyrir mig áðan. Ég er búin að finna til fötin sem ég ætla í - það er hættulega sexý dress sem varð fyrir valinu fyrir kvöldið. Partýið er byrjað....það byrjaði klukkan tíu og ég ætlaði að vera löngu farin af stað. Ég vildi að ég væri með risastóran og útstæðan hæl á hægri fót svo ég gæti sparkað fast í rassgatið á sjálfri mér. Kannski ég prófi að slá mig utan undir....það virkar oft. Ái.....jább.....er ekki frá því að það hafi hækkað blóðþrýstinginn örlítið. Þetta er stórt og flott partý og verður fjölmennt og flott. Það eru þó nokkuð margir skandinavískir hjólamenn á landinu núna í tilefni þess að klúbburinn á afmæli. Ég er reyndar búin að hitta þá flesta, það gerði ég í gær og ég verð að segja að þetta er eiginlega bara mjög flottur hópur.  Þeir eru aðallega frá Noregi og Danmörku, enginn frá Svíþjóð að þessu sinni. Ég verð að reyna eftir minni allra bestu getu að beisla mig í kvöld og haga mér eins og prúð, lítil dama. Reyna að skera ekki úr og vekja á mér óþarfa athygli eins og mér er einni laginu líst.

En jæja.....ég ætla þá loksins að láta þetta stóra kvöld hefjast og drulla mér í gang. L8er h8er.


HLUSTIÐ Á NÝJA LAGIÐ MITT OG COMMENTIÐ.

Þá er nýjasta lagið mitt komið út úr heilahylkinu á mér og niður í eitthvað áheyranlegt form. Það er alltaf léttir fyrir mig að losna við beinagrindurnar af nýfæddum lögum mínum úr systeminu, þá fyrst get ég farið að spekjúlera í þeim og hlaða utan á þau einhver lög af tónum og tilfinningum. Þetta lag rann mjúklega í gegn eins og olíusmurt ungabarn á nýbónuðu parketi. Ég er reyndar ekki lengur sátt við kjarna lagsins - það er að segja....hvað hjartað mitt meinar með því. Mér einfaldlega klígjar við því hversu veikgeðja, barnalegt og aumt það er og hingað til hefur þessi litla, aumingjalega blóðpumpa fengið að skipta sér af einum of mikið.  En, nákvæmlega á þessu augnarbliki eru hlutkestir þess að breytast því í morgun þegar ég heyrði nýja lagið, tilbúið í heild sinni, þá tók ég ákvörðun um það að teipa fyrir vit hjarta míns, binda hendur og fætur þess fastar og slökkva hjá því ljósin, setja það umsvifalaust í ótímabundna einangrun. Það ætti að kenna því og herða það. Tja, það ætti að minnsta kosti að minnka í því rostann.

En, hvað um það......vonandi líkar ykkur frumgerðin af laginu mínu "I´m On Fire" og endilega (plís, plís, plíííís) setjið inn athugasemd. Ciao bello.


Upptaka

Ég er akkúrat núna hjá vini mínum að taka upp lagið mitt "I´m on fire" og það gengur æðislega. Þetta er magnað lag að mínu mati og ég hlakka til að fá álit ykkar á þessu. Ég læt þetta hérna inn um leið og ég get Tounge

Commentið meira hjá mér - finnst það svo gaman

Undecided  Ég get alveg sagt það með vissu að það að fæða barn er ekki lengur versti sársauki sem ég hef kynnst. Í gær var ég í aðgerð á kjálkanum......tveir jaxlar í neðri gón voru sem sagt rótgrónir við kjálkabeinið og það varð að fjarlægja þá - og ekki á neinn venjulegan hátt því þar sem þeir voru grónir við kjálkann þurfti að skera mig upp og bora og brjóta þá frá beininu. Þetta tók allt saman um 3 klukkutíma og var helvíti. Það sárasta sem ég hef lent í. Núna er ég stokkbólgin og svo föl að ég er glær, missti mikið blóð og gleypti líka helling af því svo ég er ennþá ælandi blóði - rosalega girnilegt, varirinar á mér í fokki og allar rifnar - plús það að ég byrjaði á blæðingum áðan svo að þetta eru æðislegir dagar Crying  Mér líður svo illa að ég get ekki sofið. Ef ég gúffa í mig parkódíninu sem ég fékk æli ég bara svo það er ekkert annað að gera en að láta sig hafa það. Ég vildi að ég ætti rómantískan og hugulsaman kærasta sem myndi senda mér blóm og konfekt eða gera eitthvað sætt fyrir mig. Sá sem kemst næst því forðast mig og algjörlega er hundsama um þjáningar mínar....spurning um að endurskoða það mál eitthvað Woundering  Ég er ungleg og myndarleg, vel gefin og skemmtileg þrítug kona og mér finnst ég eiga skilið að eiga kærasta sem er stoltur af mér og óhræddur við að elska mig. Someday - someday. En jæja....það hefur svo sem ekkert annað verið að gerast hjá mér þessa dagana.....annað en að drepast úr bágti - fyrir og eftir aðgerð. En nú hættir þessi þráláti eyrnaverkur sem ég er svo oft með í vinstra eyranu samt, hann stafaði sem sagt af þessu jaxlaveseni. Hvert sinn sem ég reyndi eitthvað á tennurnar erti það taugina sem liggur til dæmis upp í eyra og það útskýrir þennan eyrnaverk. Anda get ég ekki sagt annað en að mér líði betur...þó svo að mér líði verr. Sko....til að útskýra.....þá leið mér verr þannig að ég fann stanslaust að það var eitthvað að og eyrað var að drepa mig....nú er ég amk bara sár og aum í skurðinum og kjálkanum eftir aðgerðina.....það er munur á. Andlega finn ég líka mun.....að vita að það er búið að laga þetta vandamál og að ég er að gróa....það er jákvætt.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband