Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Heima er þar sem hjartað er.

Ég komst heim með flugi um kvöldmatarleiti í fyrradag og var alveg dauðuppgefin. Henti mér í náttföt og upp í sófa þar sem ég lá í algjörum dvala þangað til ég vaknaði svo í gærmorgun að drepast úr hungri. Ég áttaði mig ekki á því hvað mér virkilega líður vel hérna í Kópavogi fyrr en ég fór í þetta stutta ferðalag á Egilsstaði og ég skil núna að heima er þar sem hjartað er. Hérna á ég mér hreiður, hérna er friðsælt og ljúft að vera, hérna er kisan mín og vinir mínir sem elska mig og passa mig - hérna er hjartað mitt og hér á ég heima. Loksins, loksins finn ég aftur fyrir þeirri tilfinningu og hún er mun dýrmætari en margan grunar. Þessi tilfinning er hjá flestum tekin sem sjálfsögð og alls ekki metin sem slík gersemi sem hún er.

Ég tók gærkvöldið með stæl. Byrjaði kvöldið á því að fara í gömlu sundhöllina og hafa það dásamlegt þar. Svo tók ég mér tíma í að gera mig sæta og henti mér svo á pöbbarölt. Það var ágætt en ekki meira en það. Enda dreif ég mig heim.

Núna er á dagskrá hjá mér að nálgast tölvurnar mínar tvær sem hafa verið í viðgerð og helst að fara að taka upp tónlist. Vonandi gengur það eftir.

En hey....hafið það gott. Bæ í bili krakkar.


Ljósgeisli eða skynvilla ?

Ljósgeisli - það er að mínu mati eitt fallegasta orðið af öllum þeim orðum sem nýyrðisnefnd okkar Íslendinga hefur splæst saman í gegnum tíðina. Skynvilla finnst mér líka afar áhugavert orð.

Ég er ekki heima núna. Að vera fjarri öllu og öllum sem ég þekki er svolítið ónotalegt finnst mér. Ég er að reyna að finna þessa öruggu óöryggistilfinningu sem ég er svo löngu orðin vön og farin að kunna vel við - en ég finn hana hvergi. Þess í stað finn ég bara til óöruggs öryggis. En ég fer aftur heim í dag svo ég ætla ekki að vera að stressa mig á þessari nýju líðan minni. Ég er sem sagt á Egilsstöðum, skrapp hingað í fyrradag í smá heimsókn og líkar alveg ágætlega við bæinn. Ég hlakka bara til að koma heim.....þar líður mér best, þar og heima hjá þeim sérstaka. Er orðlaus og döpur akkúrat núna. Skrifa meira á eftir. Bæ.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband