Færsluflokkur: Skrif

MAGNI

Stokkurinn liggur á borðinu,

það vantar í hann.

Og ávalt ég tek þig á orðinu

því að ég þig man.

Þú áttir mig áður fyrr,

líf mitt og ást mína þáðir.

En eitthvað þig togaði til sín,

þú meira það þráðir.

 

Þá hvarfstu mér sjónum og

síðan þá hef ég þín leitað.

Og hjartað mitt blæðandi

ítrekað öðrum það neitar.

Án þín ég lærði að lifa

með dauðann við hlið mér.

En með þér ég lærði að elska 

og missa svo frá mér.

 

En, nú ertu erfingi sonar þíns,

hann vel ég þekkti.

Og bróðir hans skilur ei við mig,

í ánauð mig hnekkti.

Ég bið þig ó ástin mín eina

því þú einn það getur,

að frelsa nú sál mína lausa

og elska mig betur.

 

Því án þín ég þurfti að verjast 

með engan við hlið mér.

Þú færð mig á ný ef þú hamarinn

losar úr kvið mér.

 

 

 

 

 

 


NÝTT LAG

BEWARE OF THE GOD


Nýjar pælingar

Það er langt síðan ég skrifaði hér og nú er ég er full af hugmyndum, mörgum ansi skemmtilegum. Það hefur margt breyst hjá mér síðastliðin tvö ár og líf mitt hefur tekið stefnu í óvænta átt. Ég eignaðist yndislega dóttur síðastliðinn júní og heitir hún Ágústa María. Þetta er mitt fjórða barn og ég gæti ekki verið hamingjusamari. Ég á líka yndislegan unnusta sem er góður við mig og þekkir mig vel. Hann elskar mig eins og ég er - af því að ég er ég og það er ómetanlegt. En... svo ég skrifi nú eitthvað um pælingar mínar undanfarið, þá mér finnst heimurinn skemmtilegur og spennandi vettvangur. Ég hlusta vel á alheiminn og hann hlustar á mig, hann svarar mér líka iðulega jafnóðum og er mér sérlega góður. Ef mér er eitthvað málefni ofarlega í huga þá birtist það oft fyrr en ekki seinna í td fréttum og þegar ég velti einhverju fyrir mér fæ ég svör innan skamms, á einn hátt eða annan, mér finnst þetta gott fyrirkomulag. Og ef alheimurinn spyr mig að einhverju þá svara ég honum í þeirri hugmynd sem birtist fyrst uppi í kollinum á mér og það er þá alltaf rétta svarið. Mér þykir fólk almennt ekki skilja hvað þetta er eðlilegt og það gerir sér ekki grein fyrir því hvað við erum tengd við alheiminn. Það veit ekki að við erum hluti af honum eins hann af okkur og að við erum td búin til úr stjörnudufti. Atómin mín hafa verið hér og þar og auðvitað muna þau sinn tíma. Staðreyndin er reyndar sú að atóm eru 99.999999999999% tómt rými svo að samkvæmt því erum við "næstum" því ekki hér. Allt "dótið" í kringum okkur, þ.e.a.s. td tölvan, borðið, músin o.s.fr. er "næstum" því ekki hér. Þá er bara spurningin, ef að við erum 99.999999999999% ekki hér, nú... hvar erum við þá? Spennandi pæling þykir mér. En ég bæti við þetta fleiri pælingum fljótlega.


Þrælar

Skrítið hvað allt er hljótt.
Heimurinn sefur svo stirður og stífur,
hvílir af sér minn æpandi sársauka.
Ekkert sem raskar stjórn kynfæra
og bragðlauka. Almúginn útriðinn hrökklast upp gangveginn,
þrælar kirkju og stjórnmála.
Halda um soltinn kviðinn, auman og innfallinn,
naga á sér neglurnar og þylja mér reglurnar.
"Eltu þau eins og við, glenntu á þér rassgatið,
þá færðu loksins frið og fyrir þeim samþykkið."
Ég í uppreisn minni sný mér við,
sýni þeim fokkmerkið.
Ég aldrei skal feta slóð þeirra sem hata mig,
heimta mitt hold og blóð
og skítnum reyna
að mata mig...

...Rotnaðu í helvíti
helvítis fáviti. Sálarlegt öngþveiti.
Bollur og bakkelsi flæða um hvert heimili,
græðgi og hófleysi, offita, fangelsi.
Nauðgari, glaumgosi, tælir með falsbrosi.
Lygari, svikari, fokk hvað ég hata þig.
En hatrið styrkir mig, dregur mig upp á við,
upp á mitt eigið svið. Lít aldrei niður á við...
í eigin sora rotnið þið !


TRUTH

"You must understand the whole of life, not just one little part of it. That is why you must read, that is why you must look at the skies, that is why you must sing and dance, and write poems and suffer and understand, for all that is life."

"You exist in time, but you belong to eternity. You are a penetration of eternity into the world of time. You are deathless, living in a body of death. Your consciousness knows no death, no birth. It is only your body that is born and dies. But you are not aware of your consciousness. You are not conscious of your consciousness, and that is the whole art of meditation; Becoming conscious of consciousness itself."

"The meeting of two personalities is like the contact of two chemical substances : if there is any reaction both are transformed."


UPPI MEÐ ÞÉR

UPPNUMINN

UPPTEKINN

 

 upp

 

UPPLIFUN

JÖRÐIN

NIÐURDREGINN

 

niður

 

NIÐR.ANDI

NIÐURKOMINN


Ertu lifandi LífAndi eða andandi AndAndi... það er spurningin.

Ég hef verið að hugsa - það eru til sálfræðingar og geðlæknar, en engir geðfræðingar né sálarlæknar.
Norður, Suður, Austur eða Vestur... það breytir engu, bara hvort þú ert að fara upp eða niður.
Móðir Jörð er ýmist endurvinnslustöð eða ruslakvörn. Hún getur einnig verið biðstofa, betrunarhús, leikvöllur, vinnustaður og/eða heimavistaskóli. Hérna er líf og lífvænlegt en þó eru ekki nógu margir lífandar, maður verður að lifa lífinu lifandi og ná þannig nægum andlegum og sálrænum þroska til þess að öðlast heilagan lífandann... það er víst ekki nóg bara að anda. Jörðin er samt fyrst og fremst heimili þó að hér sleppi enginn við samræmdu prófin... þú ert fallinn með 4,9.

NEO

ÉG hef tilfinningar og ÉG er inni í þeim.

ÉG er tilfinning og HÚN er ÉG.

ÉG er kyngimögnuð orka

logsoðin við líkama mannskepnu Einnar.

ÞÚ ert öflugur NdFeB Segull

sem ÉG dregst að svo sterklega -

að bara einni agnarögn munar því

að með næsta hjartslætti

fuðri líkami minn ekki upp -

ALLA leið til hinnar TÍUNDU.

 

Og svo dásamlega ÞÚ jónar mig hvert skipti

sem ÉG (mín orka) flæði í gegnum ÞIG (þinn pól).

 

ÁSTVINUR MINN KÆR,

ÉG bið af öllum mínum mætti

til ALLS hins ALmáttuga -

að hringrás sú

sem ÞINN togkraftur veldur,

að óstöðvandi leið MÍN

ÞÉR,

INN Í ÞIG,

Í GEGNUM ÞIG og

ÚT ÚR ÞÉR -

sé okkur báðum eins skaðlaus og

sársaukapen og mögulegt er !!!

 


February 13.

http://tlc.howstuffworks.com/family/february-13-birthday-astrology.htm

MÚSIN SEM LÆÐIST

Ég er alltaf hugsandi og pælandi, meira að segja þegar ég sef. Ein nýjasta pælingin mín varðar svokallaða "músina sem læðist". Við vitum öll hvað það merkir en mýsnar sjálfar virðast hafa misskilið þetta "concept" eitthvað. Þær virðast margar halda að þær séu "ósýnilegu" mýsnar sem læðast" og svo læðast þær um gólfin löturhægt - átta sig engan veginn á því að kettirnir taka mun betur eftir þeim en "músunum sem skjótast". Já herrar mínir og dömur, þetta er mín heitasta pæling í augnablikinu - spennandi ha?

 cat_amp_mouse


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband