ÓRÓTT

Allt sem var - áður er,
tilfinningar inni í mér.
Þannig málnotkun og rugl,
svíf í lausu eins og fugl.
Kemur dagur - brennur skinn,
hvar er útilokarinn.
Hvurslags svartsýni og þröng
er togað út úr mér með töng.

Ég vil ekki lifa,
ég vil ekki deyja.
Ég vil heldur vona
að þú munir segja -
sitthvað segja,
samt ég ráðlegg þér að þegja.

Allt sem kom - allt sem hvarf
minnir mig á það sem þarf.
Stinga inn - taka út,
síðan hendirðu mér út.
Notar mig - notar allt,
innst inni er þér kalt.
Enginn hugur - engin sál,
ég skal kveikja í þér bál.

Ég vil ekki lifa,
ég vil ekki deyja.
Ég vil heldur vona
að þú munir segja -
Sitthvað segja,
samt ég ráðlegg þér að þegja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband