Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016

MAGNI

Stokkurinn liggur á borðinu,

það vantar í hann.

Og ávalt ég tek þig á orðinu

því að ég þig man.

Þú áttir mig áður fyrr,

líf mitt og ást mína þáðir.

En eitthvað þig togaði til sín,

þú meira það þráðir.

 

Þá hvarfstu mér sjónum og

síðan þá hef ég þín leitað.

Og hjartað mitt blæðandi

ítrekað öðrum það neitar.

Án þín ég lærði að lifa

með dauðann við hlið mér.

En með þér ég lærði að elska 

og missa svo frá mér.

 

En, nú ertu erfingi sonar þíns,

hann vel ég þekkti.

Og bróðir hans skilur ei við mig,

í ánauð mig hnekkti.

Ég bið þig ó ástin mín eina

því þú einn það getur,

að frelsa nú sál mína lausa

og elska mig betur.

 

Því án þín ég þurfti að verjast 

með engan við hlið mér.

Þú færð mig á ný ef þú hamarinn

losar úr kvið mér.

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband