Ég opna augun,
allt er sem fyrr.
Þangað til núna fannst mér
tíminn standa kyrr.
Í huganum ég sé þig
með mig í fangi þér.
Sem barn ég átti erfitt
með að hleypa þér að mér.
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Ég sýp hveljur,
hjarta mitt slær hratt.
Mér um lífið
þú sagðir margt svo satt.
"Aðgát skal höfð
í nærveru sálar -
láttu ekki freistingarnar
draga þig á tálar."
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Nú er ég kona,
loksins orðin stór.
Þarf ekki að leita langt
hvert barnið í mér fór.
Það hvílir ennþá
í fangi þínu rótt
og raular vögguvísur
dag sem dimma nótt.
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Í fegurð augna þinna
liggur heimsins ást.
Þar leynist sársauki
og ör sem ekki sjást.
Þú hefur barist
óteljandi stríð.
Útsprungin rós sem
mun blómstra um alla tíð.
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
allt er sem fyrr.
Þangað til núna fannst mér
tíminn standa kyrr.
Í huganum ég sé þig
með mig í fangi þér.
Sem barn ég átti erfitt
með að hleypa þér að mér.
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Ég sýp hveljur,
hjarta mitt slær hratt.
Mér um lífið
þú sagðir margt svo satt.
"Aðgát skal höfð
í nærveru sálar -
láttu ekki freistingarnar
draga þig á tálar."
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Nú er ég kona,
loksins orðin stór.
Þarf ekki að leita langt
hvert barnið í mér fór.
Það hvílir ennþá
í fangi þínu rótt
og raular vögguvísur
dag sem dimma nótt.
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Í fegurð augna þinna
liggur heimsins ást.
Þar leynist sársauki
og ör sem ekki sjást.
Þú hefur barist
óteljandi stríð.
Útsprungin rós sem
mun blómstra um alla tíð.
Augun opnast - hjartað með.
Þokan hverfur - sálin sér
að þú ert...
útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Útsprungin rós
á þyrniprýddum sprota.
Margbrotið ljós
úr einum daggardropa.
Flokkur: TEXTARNIR MÍNIR | 23.1.2010 | 15:00 (breytt 17.1.2014 kl. 08:25) | Facebook
Athugasemdir
hæhæ,, langaði bara að segja þér að mér finnst þetta virkilega fallegur texti.. Gangi þér vel með það sem þú ert að gera. ég skoða stundum síðuna þína og finnst mikið til koma !! kv. af Skaganum
Sigrún Birna Grímsdóttir, 23.1.2010 kl. 18:06
Sæl mín kæra. Pompa einstöku sinnum hér inn og les skrifin þín. Þessi texti er yndislega fallegur og sem móðir kemur hann verulega við hjarta mitt. Gangi þér sem allra best í lífinu þínu. Dísa Gests.
Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 21:00
Hæ Ásbjörg.
Geðveikur texti, bravó!
Þú ert snjöll stelpa, haltu áfram svona. Gangi þér vel
Þóra (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 22:29
Kærar þakkir stelpur. Það er yndislegt að fá svona jákvæð comment, ég peppast öll upp við það.
Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir, 25.1.2010 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.