ÞRÆLAR

Skrítið hvað allt er hljótt.
Heimurinn sefur
svo stirður og stífur,
hvílir af sér
minn æpandi sársauka -
ekkert sem raskar stjórn
kynfæra og bragðlauka.
Almúginn útriðinn
hrökklast upp gangveginn,
þrælar kirkju og stjórnmála.
Halda um soltinn kviðinn
auman og innfallinn,
naga á sér neglurnar
og þylja mér reglurnar.
"Eltu þau eins og við,
glenntu á þér rassgatið.
Þá loksins færðu frá þeim frið
og fyrir þeim samþykkið".
Ég í uppreisn minni sný mér við
og sýni þeim fokkmerkið.
Ég aldrei skal feta slóð
þeirra sem hata mig,
heimta mitt hold og blóð
og skítnum reyna að mata mig.

Rotnaðu í helvíti
helvítis fáviti,
sálarlegt öngþveiti.
Bollur og bakkelsi
flæða um hvert heimili,
græðgi og hófleysi -
offita, fangelsi.
Nauðgari, glaumgosi
tælir með falsbrosi,
lygari, svikari -
fokk hvað ég hata þig.
En hatrið styrkir mig,
dregur mig upp á við -
upp á mitt eigið svið,
lít aldrei niður á við.
Í eigin sora rotnið þið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband