ÉG MAN

Ég man fyrir löngu
að ég brosti út af engu.
Ég sat bara og horfði
á götunnar tóm.
Sá laufblöðin fljóta
í örlitlum lækjum,
á dimmum degi
við rigningaróm.

Ég las í þitt hjarta
og þú engist um í dögun.
Þú grætur bara og sérð
ekki lífsins blóm.
Sérð hyldýpið nálgast
í örlitlum straumum,
á dimmum degi
við rigningaróm.

En þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt
og ég verð hjá þér
í gegnum það allt.
Þú, vinur minn
átt hjarta mitt allt.
Ég, ég verð hér
í gegnum það allt.
Ég man...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband