MÍN ÞÝÐING Á "SHAPE OF MY HEART" EFTIR STING


 Hann leggur spilin í eigin þágu.

Hans mótherjum grunar ei neitt.

Hann spilar ekki fyrir peningaverðlaun,

sú virðing fær því engu breytt.

 

Hann úthlutar þeim í von um svörun,

heilög tölfræði um glans.

Hin huldu lög um líklegan sigur

og þær líkur leiða dans. 

 

Ég veit að SPAÐINN er hermannsins sveðja.

Ég skil það að LAUF eru styrjaldar vopn.

Ég veit að TÍGULL er auranna tal

en það er ei HJARTA míns val.

 

Hann kann að spila út TÍGULGOSA

og gæti lagt út SPAÐAFRÚ.

Hulið á hendi KONUNGINN sjálfan,

sá sigur dofnar er mín trú.

 

Ef ég segði að ég þig elska

þá þú héldir eitthvað að hjá mér.

Ég er ei maður með fleiri en eitt andlit,

mín gríma er ein og sér.

 

Og svo þeir sem blaðra um ekkert -

- sínum málstað læra af.

Þau sem lukku sinni í hástöfum bölva

eru hrædd við allt.

 

Ég veit það að SPAÐINN er hermannsins sveðja.

Ég skil það að LAUF eru styrjaldar vopn.

Ég veit að TÍGULL er auranna tal

en það er ei HJARTA míns val.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband