Hvar eru úlfarnir?

Ég fór út á "lífið" í gærnótt, út á lífið eins og það er í miðborginni á slíkum djammkvöldum.
Ég fór út úr mínu lífi og út á lífið á einu mesta sprengjusvæði jarðar - ég segi það satt - hjálmlaus í þokkabót.
Þar voru flöskum og bjórkönnum grýtt við hvert tækifæri og tilheyrandi vökvainnihald þeirra gusaðist í allar áttir líkt og buna úr garðslöngu með viðbótarþrýsting frá þumalputta einhvers. Þar voru herrar og dömur, dónar og hórur, afar og ömmur og dætur og feður. Í stuttu máli - þar voru úlfar og þar voru kindur. Ég, til tilbreytingar, skemmti mér býsna vel og tók ansi létt á liðinu, aðeins of létt. Ástæða þess sló mig fast í hausinn, rétt áðan satt að segja. Fyrir utan einn og einn ræfil á stangli, hvar voru allir hinir úlfarnir sem vanalega rása þarna um eins og átfíklar í matvöruverslun? Hvar hafa þeir verið og hvað eru þeir að brasa? Það vantaði of marga þeirra og undarlega samt veldur það mér litlum áhyggjum. En það veldur mér hins vegar töluverðum áhyggjum að þetta skuli ekki valda mér meiri áhyggjum. Skítt samt með það.....ég er ég og ég er hér - gettu hver ég er!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Já, mig minnir að ég hafi hitt þig og allt... var ég úlfur eða rolla?

:)

Ingvar Valgeirsson, 13.5.2008 kl. 11:43

2 identicon

sitt lítið af hvoru elskan ;o)

Ísabella (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Ragnar Már Jónsson

Frábært að detta inn á þetta blogg. 

Takk fyrir kvöldið og til hamingju með íbúðina. Þessi helgi var mjög skrítin fyrir mér, því ég lenti úlfabæli. Þar voru bæði úlfar og híenur en engar kindur, frekar úlfur í sauðargæru en þeir eru verstir.

Of geggjuð helgi.

Ragnar Már Jónsson, 13.5.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband