Þrælar

Skrítið hvað allt er hljótt.
Heimurinn sefur svo stirður og stífur,
hvílir af sér minn æpandi sársauka.
Ekkert sem raskar stjórn kynfæra
og bragðlauka. Almúginn útriðinn hrökklast upp gangveginn,
þrælar kirkju og stjórnmála.
Halda um soltinn kviðinn, auman og innfallinn,
naga á sér neglurnar og þylja mér reglurnar.
"Eltu þau eins og við, glenntu á þér rassgatið,
þá færðu loksins frið og fyrir þeim samþykkið."
Ég í uppreisn minni sný mér við,
sýni þeim fokkmerkið.
Ég aldrei skal feta slóð þeirra sem hata mig,
heimta mitt hold og blóð
og skítnum reyna
að mata mig...

...Rotnaðu í helvíti
helvítis fáviti. Sálarlegt öngþveiti.
Bollur og bakkelsi flæða um hvert heimili,
græðgi og hófleysi, offita, fangelsi.
Nauðgari, glaumgosi, tælir með falsbrosi.
Lygari, svikari, fokk hvað ég hata þig.
En hatrið styrkir mig, dregur mig upp á við,
upp á mitt eigið svið. Lít aldrei niður á við...
í eigin sora rotnið þið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásbjörg.

Bið þig að afsaka fáfræði mína en ég hlustaði
á lögin í spilaranum og þar stendur fyrir framan
skýrum stöfum nafn þitt.

Mér finnst einsog ég hafi dottið ofaní gullnámu af
svo óvenjulegu tagi.

Sú sem syngur hefur svo mikla rödd og er svo mikill
listamaður að fátítt er að upplifa eitthvað slíkt og sérstök
gjöf sannast sagna.

Allir vegir ættu að vera færir slíkum afburða listamanni.

Ég vona að svo fari og óska þess af sannfæringu og einlægni.

Þakka fyrir mig, - njóttu dagsins!

Húsari. (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 10:52

2 identicon

Sæll. Takk kærlega fyrir hrósið. Þetta eru mín lög, mitt spil og mínar upptökur.

Ásbjörg (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband