Ljósgeisli eða skynvilla ?

Ljósgeisli - það er að mínu mati eitt fallegasta orðið af öllum þeim orðum sem nýyrðisnefnd okkar Íslendinga hefur splæst saman í gegnum tíðina. Skynvilla finnst mér líka afar áhugavert orð.

Ég er ekki heima núna. Að vera fjarri öllu og öllum sem ég þekki er svolítið ónotalegt finnst mér. Ég er að reyna að finna þessa öruggu óöryggistilfinningu sem ég er svo löngu orðin vön og farin að kunna vel við - en ég finn hana hvergi. Þess í stað finn ég bara til óöruggs öryggis. En ég fer aftur heim í dag svo ég ætla ekki að vera að stressa mig á þessari nýju líðan minni. Ég er sem sagt á Egilsstöðum, skrapp hingað í fyrradag í smá heimsókn og líkar alveg ágætlega við bæinn. Ég hlakka bara til að koma heim.....þar líður mér best, þar og heima hjá þeim sérstaka. Er orðlaus og döpur akkúrat núna. Skrifa meira á eftir. Bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Skynvilla rímar við ky... æi, sleppum því.

Platan þín á að heita Hannes Hólmsteinn.

Ingvar Valgeirsson, 19.8.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband