Ætli maður hafi ekki eitthvað að segja.

Svona loksins þegar maður sest niður í friði og ró getur ýmislegt gerst hérna mín megin á lyklaborðinu. Ég er til dæmis algjörlega geld akkúrat í augnarblikinu - tjáningarlega séð. Satt að segja get ég ekki ímyndað mér hvaða fjárans vitleysa mun til með að koma hérna út úr mér ef ég held áfram að pikka á skrattans takkana.En það verður spennandi að sjá. Ég hef verið frekar róleg þessa dagana og púkinn í mér hefur held ég verið sofandi undanfarið. En hann vaknaði í morgun og í þessu líka fína skapi. Hann spólaði strax út úr dyrum og beint niður á 101 þar sem villidýrin vaka. Ég er sem stendur í smá pásu og skrapp út fyrir miðborgina......sit með einn kaldan í hendi og sígarettu í hinni. L'ifið er ljúft og púkinn í mér er sammála. Kvöldið leggst vel í mig og þá sérstaklega vel í púkann....hvað ætli hann geri af sér í kvöld. Möguleikarnir eru endalausir. Ég skrifa um það þegar líður að nóttu en þangað til....verið þæg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband