Það er nú aldeilis kominn tími til að maður bloggi......langt síðan ég hef fundið hjá mér tíma til að setjast niður og pikki einhverjar pælingar hingað inn. En núna er víst komið að því.....ég er með þörfina, löngunina og tímann. Það er búið að ganga á ýmsu síðan síðast og frá mörgu að segja. En ég ætla ekkert endilega að skrifa um neitt af því. Spurningin er: hvernig líður mér núna......akkúrat á þessari stundu? Svarið er mér algjörlega óljóst en ég ætla að reyna mitt besta við að komast að einhverri niðurstöðu. Ég er ringluð á öllu í kringum mig og sumt breytist aldrei, ég veit það fyrir víst. Ég veit líka að ég sakna ljósgeislans. Ég er orðin svo innilega þreytt á því að taka afleiðingum þess hversu fólk almennt er orðið siðlaust, svikult, gráðugt, eigingjarnt og blint. Ég finn endalaust úr öllum áttum fyrir því hversu hart fólk leggur að sér við að finna eitthvað af því ofarnefnda í fari mínu. Því þrengri sem leitin verður og örvæntingin í kjölfarinu vex - því hvassara og grófara verður framkoma fólks gagnvart mér. Ég er ekki siðlaus, svikul, gráðug, eigingjörn og blind og ég færist lengra og lengra í gagnstæða átt þess með hverjum deginum sem líður og með hverju eiasta rannsakandi augnarráði fullu efasemda.
Flokkur: Bloggar | 7.1.2009 | 05:25 (breytt kl. 11:14) | Facebook
Athugasemdir
Æ;æ en hvað ég skil hvað þú ert að fara
Helena, 8.1.2009 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.