Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Það er laugardagur......það er erfitt laugardagskvöld. Ég sit hérna heima hjá mér að sötra kaffi og er að reyna að koma mér til að fara í baðið sem ég lét leka í fyrir mig áðan. Ég er búin að finna til fötin sem ég ætla í - það er hættulega sexý dress sem varð fyrir valinu fyrir kvöldið. Partýið er byrjað....það byrjaði klukkan tíu og ég ætlaði að vera löngu farin af stað. Ég vildi að ég væri með risastóran og útstæðan hæl á hægri fót svo ég gæti sparkað fast í rassgatið á sjálfri mér. Kannski ég prófi að slá mig utan undir....það virkar oft. Ái.....jább.....er ekki frá því að það hafi hækkað blóðþrýstinginn örlítið. Þetta er stórt og flott partý og verður fjölmennt og flott. Það eru þó nokkuð margir skandinavískir hjólamenn á landinu núna í tilefni þess að klúbburinn á afmæli. Ég er reyndar búin að hitta þá flesta, það gerði ég í gær og ég verð að segja að þetta er eiginlega bara mjög flottur hópur. Þeir eru aðallega frá Noregi og Danmörku, enginn frá Svíþjóð að þessu sinni. Ég verð að reyna eftir minni allra bestu getu að beisla mig í kvöld og haga mér eins og prúð, lítil dama. Reyna að skera ekki úr og vekja á mér óþarfa athygli eins og mér er einni laginu líst.
En jæja.....ég ætla þá loksins að láta þetta stóra kvöld hefjast og drulla mér í gang. L8er h8er.
Bloggar | 25.10.2008 | 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er nýjasta lagið mitt komið út úr heilahylkinu á mér og niður í eitthvað áheyranlegt form. Það er alltaf léttir fyrir mig að losna við beinagrindurnar af nýfæddum lögum mínum úr systeminu, þá fyrst get ég farið að spekjúlera í þeim og hlaða utan á þau einhver lög af tónum og tilfinningum. Þetta lag rann mjúklega í gegn eins og olíusmurt ungabarn á nýbónuðu parketi. Ég er reyndar ekki lengur sátt við kjarna lagsins - það er að segja....hvað hjartað mitt meinar með því. Mér einfaldlega klígjar við því hversu veikgeðja, barnalegt og aumt það er og hingað til hefur þessi litla, aumingjalega blóðpumpa fengið að skipta sér af einum of mikið. En, nákvæmlega á þessu augnarbliki eru hlutkestir þess að breytast því í morgun þegar ég heyrði nýja lagið, tilbúið í heild sinni, þá tók ég ákvörðun um það að teipa fyrir vit hjarta míns, binda hendur og fætur þess fastar og slökkva hjá því ljósin, setja það umsvifalaust í ótímabundna einangrun. Það ætti að kenna því og herða það. Tja, það ætti að minnsta kosti að minnka í því rostann.
En, hvað um það......vonandi líkar ykkur frumgerðin af laginu mínu "I´m On Fire" og endilega (plís, plís, plíííís) setjið inn athugasemd. Ciao bello.
Bloggar | 14.10.2008 | 14:45 (breytt kl. 14:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggar | 14.10.2008 | 04:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrif | 6.10.2008 | 04:27 (breytt 17.1.2014 kl. 13:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)