Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Eurovision

Nú eru æfingarnar fyrir Eurovision byrjaðar á fullu hjá okkur stelpunum í Elektra og við erum sannarlega með langflottasta atriðið. Ég veit að við rúllum þessu upp og förum út í keppnina. Ég hvet ykkur öll til að fylgjast með nk. laugardag og kjósa okkur. Við verðum í þættinum súper á fm95.7 næsta fimmtudagsmorgunn og ég spila eitt lag sem systurnar sætu í O´hara syngja, en þær eru söngkonur bandsins. Þessi hljómsveit er bara ótrúlega flott og ég hef trú á að við eigum glæstan feril að höndum. Þær eru svo flottar söngkonur systurnar og svo erum við með magnaða bassastelpu og líka trommarastelpu. Ég er auðvitað líka glæsileg á gítarnum Wink  Þetta er mitt stóra tækifæri trúi ég og er einstaklega þakklát að hafa verið beðin um þetta. Spennandi að sjá hvað gerist.

.....

Sæl verið þið nú öll og gleðilega kreppu-kjaftæðis-geðveiki. Shocking Ég vona að sem flestir gangi hægt upp kreppunnar rúllustiga og gleymi sér ekki í öllu stuðinu sem þessu brjálæði ætlar að fylgja. Sjálf fylgist ég með þessu öllu úr hæfilegri fjarlægð og skammast mín alls ekkert fyrir það. Ég er einfaldlega ekki til í að taka þeim afleiðingum sem geta fylgt í kjölfari þess að taka virkan þátt. Eins og kannski sum ykkar vitið þá stefni ég á lögregluskólann Police á þessu ári - já gott fólk.....ég er nefnilega með tandurhreina og óflekkaða fortíð Halo .....amk frá "skráarlegu" sjónarmiði Bandit og er sannarlega stolt af því. Það mætti þá jafnvel segjatil gamans að ég sé einskonar "hrein mey" Tounge frá "skráarlegu sjónarmiði. Ekki gleyma heilanum heima þegar þið skundið af stað á mótmælin krakkar.....meira segi ég ekki í bili. Bless skess og fress.

 


Ég í Eurovision

Jæja gott fólk, þá ber mér að kynna að ég tek þátt í eurovosion þann 31.janúar nk og ég hvet ykkur öll til að kjósa mig og bandið mitt áfram. Ég, ásamt fjórum öðrum glæsipíum, tek þátt fyrir hönd hins hæfileikaríka Örlygs (sem samdi lagið okkar fyrir Eurobandið í fyrra) og vonandi gengur þetta vel. Ég hef mikla trú á þessu og lít á þetta sem góða reynslu. Annars er ekki mikið að frétta og ég er búin að vera ansi róleg og góð stúlka. Hafið það gott.

Loksins......

Það er nú aldeilis kominn tími til að maður bloggi......langt síðan ég hef fundið hjá mér tíma til að setjast niður og pikki einhverjar pælingar hingað inn. En núna er víst komið að því.....ég er með þörfina, löngunina og tímann. Það er búið að ganga á ýmsu síðan síðast og frá mörgu að segja. En ég ætla ekkert endilega að skrifa um neitt af því. Spurningin er: hvernig líður mér núna......akkúrat  á þessari stundu? Svarið er mér algjörlega óljóst en ég ætla að reyna mitt besta við að komast að einhverri niðurstöðu. Ég er ringluð á öllu í kringum mig og sumt breytist aldrei, ég veit það fyrir víst. Ég veit líka að ég sakna ljósgeislans. Ég er orðin svo innilega þreytt á því að taka afleiðingum þess hversu fólk almennt er orðið siðlaust, svikult, gráðugt, eigingjarnt og blint. Ég finn endalaust úr öllum áttum fyrir því hversu hart fólk leggur að sér við að finna eitthvað af því ofarnefnda í fari mínu. Því þrengri sem leitin verður og örvæntingin í kjölfarinu vex - því hvassara og grófara verður framkoma fólks gagnvart mér. Ég er ekki siðlaus, svikul, gráðug, eigingjörn og blind og ég færist lengra og lengra í gagnstæða átt þess með hverjum deginum sem líður og með hverju eiasta rannsakandi augnarráði fullu efasemda.  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband