Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Hæ allir. Rosalega líður mér vel í dag. Sólin skín og allt stefnir upp á við - sem er gott. Ég er að ná aftur eðlilegum húðlit og heilsu eftir ákveðin "veikindi" og í dag líður mér bara nokkuð vel. Ég er að fara í sund á eftir og svo er stefnan sett á ball á morgun á Sódómu Reykjavík.
Bloggar | 27.3.2009 | 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja kæra fólk. Það hefur nú ýmislegt á mína daga dregið. Ég spilaði á Cafe Cultura fyrir viku síðan og það gékk ágætlega fyrir utan nokkur tæknileg vandræði. Ég fékk ekki ómerkilegan áhorfendahóp og þar má nefna td Megas, sem kom sérstaklega til að sjá mig spila. Hann sagðist vera nokk ánægður með framistöðu mína
sem er mjög gott segi ég. Kettlingarnir mínir blómstra og eru búnir að opna augun. Hvílíku dúllurnar sem þeir eru. Annars er ekki mikið í fréttum svo sem. Ég bara róleg og lífið gengur. Ég hef ekki verið mjög virk hérna á netinu undanfarið, fékk eiginlega bara hálfgert ógeð á þessu. En ég virðist eitthvað vera að komast í gang aftur. Sjáum til. Bæ í bili.
Bloggar | 18.3.2009 | 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)