Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Ein ég sit og...

Ein ég sit og spila - á minn gítar blúsinn,

enginn heyrir í mér - nema litla lúsin.

Ég raknaði upp og týndi mér andartak,

flaut inn í hljóminn, grét ögn við sönginn -

gerði það þar til hann hvarf úr mér þunginn.

 

Ein ég sit og krauma - inni í litlu húsi,

enginn getur séð mig - nema litla lúsin.

Ég stokkaði upp og hugsaði andartak,

slökkti á símanum, kannaði málið -

skoðaði hvers vegna brann í mér bálið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband