Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

MÚSIN SEM LÆÐIST

Ég er alltaf hugsandi og pælandi, meira að segja þegar ég sef. Ein nýjasta pælingin mín varðar svokallaða "músina sem læðist". Við vitum öll hvað það merkir en mýsnar sjálfar virðast hafa misskilið þetta "concept" eitthvað. Þær virðast margar halda að þær séu "ósýnilegu" mýsnar sem læðast" og svo læðast þær um gólfin löturhægt - átta sig engan veginn á því að kettirnir taka mun betur eftir þeim en "músunum sem skjótast". Já herrar mínir og dömur, þetta er mín heitasta pæling í augnablikinu - spennandi ha?

 cat_amp_mouse


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband