SAKLAUS

Eitthvað fallegt snertir mig,
sækir í mig seka.
Ef ég gæti faðmað þig,
tárin myndu leka.

Draumar - vonir tæla mig,
til betri heima sækja.
Alltaf mun ég hugsa um þig
þótt allir á mig hrækja.

Barnið brothætt fyllti mig,
lét mig læra að velja.
Lét mig velja að drepa sig.
Það ég kaus að kvelja.

Draumar - vonir fangandi,
finnst ég verði að fara.
Þú sem hélst mér gangandi -
eina vonin Sara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband