RENNUR UPP FYRIR MÉR

Rennur upp fyrir mér
hvað það var - hver hann er.
Alla mína atorku
og ást í senn
eyði ég í svona menn
sem ekkert skilja.
Þeir bara vilja
brjóta mig upp og þröngva sér inn,
þrýsta sér í gegnum
vegginn minn.

Rennur upp fyrir mér
hversu langur vegurinn er.
Enginn veit sína ævi alla
en eitt er víst,
að eftir mína reynslu
ég við engu býst.
Ég afþakka að fá bara að smakka
á unaði lífsins og öllu í senn.
Hjarta mitt er kulið
en að innan ég brenn.

Rennur upp fyrir mér
hversu vel sá blindi sér.
Með öðru auganu gjóir hann
á öll mín sár,
mælir svo af visku
um ókomin ár og daga -
ætlar mig að laga.
En ég get þetta sjálf og segi því nei,
að fá hjálp frá þeim blinda er bölvun
og því frekar ég dey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband