Föst í parísarhjóli

Model (5)Jamm og jæja.....þá er maður alveg kexaður......Homeblest - góð báðum megin. Ef ég á að líkja stöðunni í lífi mínu við eitthvað þá verður parísarhjól fyrir valinu.

Lífið er flakk um stóran skemmtigarð.....ég er búin að fara alveg í gegnum

dýragarðinn (var þar illa bitin af LJóni og nokkrum híenum),

grasagarðinn (fékk þar nokkur brunasár eftir brenninettlur) og

sundlaugagarðinn (rétt naumlega slapp þar frá drukknun) en er föst í

tívolígarðinum.

Það er meira að segja svo slæmt að ég er föst í parísarhjólinu. Það fer í hringi og stoppar svo með mig ýmist efst uppi eða alveg niðri.....aldrei fyrir miðju.
Ég er til dæmis búin að vera föst svolítið lengi núna niðri og hlakka mikið til þegar það byrjar aftur að hreyfast og ég fer aftur upp. Þar get ég þó andað að mér hreina loftinu og fylgst ótrufluð með fjöldanum. Það er reyndar svolítið kalt þar og einmannalegt en ég læt mig hafa það. Það sér mig enginn og ég er on the top of the world. En hérna niðri er heit skítamolla, múgurinn er alveg trylltur og þar sem ég er föst í sætinu á hjólinu geta allir séð mig og abbast upp á mig að vild. Ég vona að hljólið hleypi mér úr og fái fljótlega nóg af mér því ég er algjörlega komin með upp í kok af því. Mazeltov.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Velkomin í blogghópinn  gaman að lesa síðuna þína

bestu kveðjur

Sigga Guðna

Sigríður Guðnadóttir, 6.4.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Varð að hlusta á ..........gaman........væri alveg hægt að gera eitthvað við sum lögin

Einar Bragi Bragason., 6.4.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir

Kærar þakkir Sigga og Einar Bragi

Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir, 7.4.2008 kl. 01:13

4 Smámynd: Sigríður Guðnadóttir

Er þetta þú að syngja ? eru þetta lög eftir þig ?

flott rödd æði !!

Sigríður Guðnadóttir, 10.4.2008 kl. 16:27

5 identicon

Hæhæ skvís, ég varð bara að kíkja á nýju síðuna þína.... og til hamingju með hana, ég er reyndar með bloggsíðu líka slóðin á hana er http://www.123.is/gunna61

svona ef þú villt kíkka á hana...

skjáumst, kv Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 23:14

6 identicon

Já....þetta eru lög eftir mig og textar líka - á ógrynni af þessu.

Ísabella (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband