Ætli ég sé van- eða mis-....eitthvað?

Það er spurning! Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu fyrr en síðan ég startaði þessu bloggi mínu og hóf að lesa annarra, en ég bara einfaldlega fylgist ekkert með umfjöllunum um öll þessi heimsins mál, svo sem pólitík, stríð og allt það sem er að gerast á plánetunni. Ég bara hef engan áhuga á að lesa um þessi mál eða skoðanir fólks á þeim og ég virðist ekki einu sinni geta haldið neinni einbeitingu þegar ég reyni að gera það. Ég til dæmis les yfir sömu færsluna aftur og aftur en það síast ekkert inn í kjötbolluna í höfðinu á mér - ekki eitt einasta orð.

Sko.....ég er alls ekki að meina það að aðrir séu þá eitthvað verri....heldur er þetta augljóslega eitthvað sem er að hjá mér, það bara hlýtur að vera. Ég er allavega hætt að reyna. En svo aftur á móti les ég með gríðarlegum áhuga hinar ýmsu færslur um ekkert, svo sem.

Er ég van- eða mis-....eitthvað?

Hvað finnst ÞÉR?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

..ég myndi nú ekkert hafa þungar áhyggjur, moggabloggið er nú sem betur fer enginn mælikvarði á " kjötbolluna " í hausnum á okkur.....

Haraldur Davíðsson, 31.5.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Mjög eðlilegt, mjög eðlilegt.

Sumt er hreinlega vitlausara en annað. Það er bara þannig.

Gísli Hjálmar , 31.5.2008 kl. 10:52

3 Smámynd: Júdas

, Kjötbolluna já.......klárlega eitthvað sem þú þarft ekki að hafa áhyggjur af.  "Ekkert"  getur verið talsvert áhugavert ef grannt er skoðað og fallegur hversdagsleikinn jafnvel áhugaverðari og innihaldsríkari en uppstrílaðir tyllidagar sem enda bara í tómleika.

Júdas, 1.6.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband