Tvö elstu börnin mín eru komin til Íslands þau komu 9.júní og verða hjá mér í tæpar þrjár ljúfar vikur.
Þau heita Elísabet Rós (12 ára) og Daníel Roberto (10 ára) og hafa búið síðastliðin þrjú ár í Noregi hjá föður sínum, unnustu hans og tveimur dætrum hennar.
Það er svolítið kostulegt hvað þau hafa breyst mikið, stækkað og þroskast síðan þau voru hjá mér í fyrra. Dóttir mín er komin með þessa fínu unglingaveiki og þeir eru ekki margir sentimetrarnir sem vantar upp á að hún nái mér í hæð frekar skondið finnst mér. Ég er búin að fara með þau í sund á hverjum degi og við erum núna búin að þræða flestar helstu sundlaugar stóra höfuðborgarsvæðisins - hvorki meira né minna. Það er sem sagt alveg nóg að gera hjá mömmunni mér og núna er ég hamingjusöm ofar öllu. Þau fara aftur út til Noregs næsta miðvikudag og ég er kvíðin, reyni þó að hugsa sem minnst um það núna og bara að njóta þess að hafa þau hjá mér. Ég einfaldlega tími ekki að missa úr eina einustu mínútu með þeim og hef þess vegna ekkert bloggað. En, yfir í annað - hvolpurinn minn fótbrotnaði í síðustu viku og er með risastórar umbúðir á fætinum. Hann stendur sig barasta mjög vel litli spaðinn með fótinn svona en það verður samt að viðurkennast að hann er mjööööög hallærislegur. Það er stundum algjör brandari að fylgjast með honum skakklappast út um allt með þessar þykku umbúðir í eftirdragi.
En, núna ætla ég að kúra með ungunum mínum yfir góðum Simpson þætti, svo yfir og út kæra fólk. Bless.
Flokkur: Bloggar | 19.6.2008 | 23:19 (breytt 28.6.2008 kl. 20:15) | Facebook
Athugasemdir
Þegar ég heyri eða sé simpsons þá langar mig alltaf í duff... eða fudd....
Kreppumaður, 22.6.2008 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.