Gull og Silfur

Ég veit ekki hversu oft ég hef brennt mig á honum en það er ansi oft og mér er löngu farið að svíða. Mér sveið svo mikið í fyrradag að ég brast í grát, ég virkilega kveinkaði mér. Hversu oft ætli ég muni brenna á honum í viðbót og hversu oft mun ég strá salti í eigin sár - hans vegna? Ég get loksins svarað þessari spurningu minni sem ég hef spurt sjálfa mig að svo oft en hingað til aldrei getað svarað. Ég get loks svarað mér "aldrei aftur" - ég mun aldrei aftur brenna mig á honum. Ég verð að lofa sjálfri mér því. Hans klemmur og kreistur eru ekki mínar að leysa og síðan að ég áttaði mig á að þær væru ekki einu sinni mínar hef ég fundið til léttis. Þær eru hans og eingöngu hans - hann mun að öllum líkindum eiga erfitt uppdráttar og vera lengi að leysa þær en það kemur mér ekki lengur við. Héðan í frá mun ég leita að minni gullstjörnu og hafa þá silfruðu í bakrunni - sem hluta af minni fortíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband