Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Bloggar | 29.11.2008 | 09:08 (breytt kl. 09:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er í sveitinni og verð að segja að ég nýt mín hérna og líður svaka vel í kringum dýrin og vini mína Dillu og Sverri tattú. Þau eru yndisleg og dýrin þeirra líka. Ég er í bestu vinnu í heimi, þetta er fyrsta "vinnan" mín í langan tíma og ég verð að segja að ég hef virkilega gott af þessu.
Ég er einstaklega montin af nýja laginu mínu *Again* og það hefur fengið frábærar viðtökur. Þetta lag er gott dæmi um hvernig tónlistarstefna mín og hugarfar mitt er að breytast og mér finnst ég verða sterkari og einbeittari með hverri mínútu.
Ég er komin langt á leið með að koma mér fyrir á nýja staðnum í Hafnarfirði og "pleisið" verður býsna glæsilegt þegar framkvæmdum er lokið. Þetta er stóóóór íbúð á 2 hæðum, svefnherbergið mitt, eldhús og stofan á neðri hæðinni og baðherbergið og stúdió á efri hæðinni. Stofuna ætla ég að mála mosagræna (töff litur við klikkað-flottu hillusamtæðuna og brúna leðursófann) - eldhúsið verður karrígult (töff litur á frekar litlum flöt) - baðherbergið grátt og hvítt (grátt, hvítt og rautt þema) og herbergið mitt verður fjólu-bleikt (án gríns) mjög svo stelpulegt og sætt.
Ég verð að segja að það er mjög svo þægilegt að geta keyrt vespuna mína beint inn í forstofuna í gegnum bílskúrshurðina (sem er útidyrahurðin mín) það er bara töff.
Ég og Tristan sonur minn erum að fara að smíða hænsnakofa næstu helgi. Hann verður bara frekar lítill og sætur, smíðaður og málaður eins og lítið hús með litlum palli og hænsnanet í kring. Svo þegar það er tilbúið sækjum við hænuna okkar hana Elsu. Sverrir og Dilla gáfu okkur hana og það vakti mikla lukka eftir að ástin mín hún Matthildur dó. Elsa er kínversk hæna, svört með rauðan kamb og verpir u.þ.b. 2 eggjum á dag. Hænur eru sniðug gæludýr, það heyrist sama sem ekkert í þeim, þær eru gæfar og svo finnst mér ommuletta góð Nú.....og ef hún Elsa gerir ekki lukku og ég verð þreytt á henni þá er ég svo heppin að finnast kjúklingur líka einstaklega góður hahahaha. Nei nei....bara spaug - hún Elsa verður ekki étin.
En hvað um það.....ég er tilbúin með plötuna mína. Er búin að setja saman 14 laga plötu og hanna bæði diskinn og coverið. Þá er bara eftir að strauja lögunum á geisladiska, prenta og líma á diskana og prenta út coverið. Svo tek ég diskana og læt plasta þá. Þeir verða svo til sölu á tattústofunni hans Sverris - Black Diamond (House of pain) á litlar 2.000 krónur. Ég læt vita þegar þeir eru komnir í sölu!
En, best að fara aftur að vinna. Bless í bili og VINSAMLEGAST VERIÐ DUGLEG AÐ COMMENTA HJÁ MÉR !! (nýtt símanúmer: 618-6163 og e-mail isa.kisabella@gmail.com)
Bloggar | 25.11.2008 | 19:12 (breytt kl. 19:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 14.11.2008 | 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 8.11.2008 | 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)