Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Úff

Ég er að fara að flytja (aftur)....aftur. Mig langar til Kína.....taktu mig með. Dillon í kvöld um miðnætti - sjáumst.

Svo Gaman.

Tvö elstu börnin mín eru komin til Íslands Grin þau komu 9.júní og verða hjá mér í tæpar þrjár ljúfar vikur.   

Þau heita Elísabet Rós (12 ára) og Daníel Roberto (10 ára) og hafa búið síðastliðin þrjú ár í Noregi hjá föður sínum, unnustu hans og tveimur dætrum hennar.

Það er svolítið kostulegt hvað þau hafa breyst mikið, stækkað og þroskast síðan þau voru hjá mér í fyrra. Dóttir mín er komin með þessa fínu unglingaveiki og þeir eru ekki margir sentimetrarnir sem vantar upp á að hún nái mér í hæð Tounge frekar skondið finnst mér. Ég er búin að fara með þau í sund á hverjum degi og við erum núna búin að þræða flestar helstu sundlaugar stóra höfuðborgarsvæðisins - hvorki meira né minna. Það er sem sagt alveg nóg að gera hjá mömmunni mér og núna er ég hamingjusöm ofar öllu. Þau fara aftur út til Noregs næsta miðvikudag og ég er kvíðin, reyni þó að hugsa sem minnst um það núna og bara að njóta þess að hafa þau hjá mér. Ég einfaldlega tími ekki að missa úr eina einustu mínútu með þeim og hef þess vegna ekkert bloggað. En, yfir í annað - hvolpurinn minn fótbrotnaði í síðustu viku og er með risastórar umbúðir á fætinum. Hann stendur sig barasta mjög vel litli spaðinn með fótinn svona en það verður samt að viðurkennast að hann er mjööööög hallærislegur. Það er stundum algjör brandari að fylgjast með honum skakklappast út um allt með þessar þykku umbúðir í eftirdragi.

En, núna ætla ég að kúra með ungunum mínum yfir góðum Simpson þætti, svo yfir og út kæra fólk. Bless.


Ég er flutt....aftur.

5y45ywÉg er flutt í Stórholtið til hans Össa míns........já.......við erum byrjuð saman.  það hlaut að koma að því - eftir öll þessi ár. Það er bara gott að vera komin hingað til hans....við erum svona að byrja að reyna að aðlagast hvoru öðru í sambúð....gengur upp og niður en mest megnis upp. Svo strákar......ég er gengin út Tounge  híhí. Svo á ég glænýjan hvolp - Dvergpinscher eða svokallaðan mini-Dóperman. Við Össi köllum hann Múslý. Hann er alveg frábær....bara 8 vikna og algjört rassgat. Í kvöld ætla ég að halda áfram að reyna að koma mér eitthvað fyrir hérna heima.....svo á morgun ætlum við að gera garðinn fínan.....rosalega gaman Grin Ég er búin að vera svo dugleg og róleg að það er alveg met...fer í sund og alles. En þangað til næst....ciao.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband