Ég var á rútinum með pabba

Keyrðum rúntinn með fornbílaklúbbnum. Við pabbi vorum á corvettunni hans Wink eldrauð ´78 Corvette. Ógeðslega gaman ! Ég var að vonast eftir að geta montað mig en þekkti svo bara einhverja 2 - 3 á laugarveginum - verð því bara að monta mig hér. Vonandi verð ég búin að fá bílinn minn - ´77 Dodge Aspen - næsta rúnt! En það var rosalega gaman að sjá alla þessa fallegu, gömlu bíla - ég elska þá......alla með tölu.

Varðandi vin minn - þennan sérstaka.....þá er ég búin að ákveða að mæta heim til hans annað kvöld vopnuð sitthvorum twister frostpinnanum, Doritos snakki og ostasósu.....einhverju að drekka líka t.d . appelsíni, og sjá hvort hann sé ekki til í kósíkvöld með mér. Hver veit.....það gæti virkað, ég gæti átt það skilið. Sjáum hvernig fer.

 


Vá......

Klikkað kvöld hjá mér í gær. Ég var eitthvað á flakkinu....bara í ísinu mínu eins og vanalega......rölti inn á ónefndan bar á Laugarveginum og viti menn....er ekki bara sá sérstaki þar - bara eins og ekkert sé.....beint fyrir framan mig. Við fengum okkur bjór heima hjá honum og spjölluðum aðeins saman. Hann er ekki alveg að meðtaka hjartað mitt frekar en fyrr um daginn - hann er ekkert að skilja hversu mikið ég er ástfangin af honum. En ég gefst ekki upp. 

Now I gave it one last try -

I opened up and spoke my mind

hoping for a reaction.

He told me how it was and why,

told me that he shared my deep attraction -

that he was only scared

that I might brake his heart

and leave him in a sorrow.

But in a silly way

I just have to say

"I´ll still be here tomorrow". 

 

(Síðasta erendið í "In a silly way") 


Góð helgi að baki.....

Ég átti súper yndislega helgi með 5 ára syni mínum.....hann er snillingur. Við tókum saman upp lagið Dúkkan hennar Dóru og ég set það hérna með fljótlega. Við fórum eins og alltaf í sund á föstudag, laugardag og sunnudag - skemmtum okkur vel. Í dag í sundi kenndi ég honum að kafa. Hann var fyrst svolítið hikandi á því en eftir smá kennslustund þá var hann farinn að kafa út um allt og það líka á botninum. En, þangað til næst....adios.

Réttir í kvöld

Ég tilbúin í réttir - komin í lopann og farin að minnka við sopann....ferlið að byrja að hefjast. Það er algjörlega ótrúlegt og nær óhugsandi að slíkt komi fyrir en ég var í fúlustu alvöru stönguð rétt áðan.....áður en ég steig inn fyrir túnina. Á mínu eigin heimili og það líka af einum bóndanum. Úff....ég er ringluð.......hann er ekki úlfur en skrattans refur samt sem áður - og þeir eru litlu skárri. En koddu bara rebbi litli.....ég er ekki smeik við þína lævísni.....mig vantar nýja hanska.

Hvar eru úlfarnir?

Ég fór út á "lífið" í gærnótt, út á lífið eins og það er í miðborginni á slíkum djammkvöldum.
Ég fór út úr mínu lífi og út á lífið á einu mesta sprengjusvæði jarðar - ég segi það satt - hjálmlaus í þokkabót.
Þar voru flöskum og bjórkönnum grýtt við hvert tækifæri og tilheyrandi vökvainnihald þeirra gusaðist í allar áttir líkt og buna úr garðslöngu með viðbótarþrýsting frá þumalputta einhvers. Þar voru herrar og dömur, dónar og hórur, afar og ömmur og dætur og feður. Í stuttu máli - þar voru úlfar og þar voru kindur. Ég, til tilbreytingar, skemmti mér býsna vel og tók ansi létt á liðinu, aðeins of létt. Ástæða þess sló mig fast í hausinn, rétt áðan satt að segja. Fyrir utan einn og einn ræfil á stangli, hvar voru allir hinir úlfarnir sem vanalega rása þarna um eins og átfíklar í matvöruverslun? Hvar hafa þeir verið og hvað eru þeir að brasa? Það vantaði of marga þeirra og undarlega samt veldur það mér litlum áhyggjum. En það veldur mér hins vegar töluverðum áhyggjum að þetta skuli ekki valda mér meiri áhyggjum. Skítt samt með það.....ég er ég og ég er hér - gettu hver ég er!

Ég er flutt!

LOKSINS. Loksins er ég flutt - og það líka í almennilega íbúð í yndislegu hverfi.....Bólstaðahlíð. Ég er bara einfaldlega svakalega ánægð og sátt við lífið. Á reyndar eftir að koma mér almennilega fyrir en það verður bara gaman og góð hárnæring á sálina mína.....að dúllast við heimilið mitt.....hvað er dásamlegra?! Ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga og tölvan mín er biluð, þ.e.a.s. lyklaborðið virkar ekki. En ég ætla með hana í viðgerð og byrja aftur að blogga á fullu. Þangað til....ciao.

óóóóóó.........

hvað ég elska að fara með hundinn minn út á gróttu - nánar tiltekið í fjöruna alveg við vitann. Þetta svæði er frábært og svo er dásamlega fallegt þarna. Við byrjum alltaf á því að hlaupa frá bílastæðinu og beint niður í fjöru. það er ekkert smá geggjað hvað þessi yndislegi, risastóri hundur er duglegur við að æða út í sjóinn eins og ekkert sé. Þegar við nennum því ekki lengur þá færum við okkur bara yfir á túnið og högum okkur þar eins og hálvitar......ég meina það. Roccó hoppar og skoppar eins og einhvernskonar ofvaxin stökkmús út um allt og ég ábyggilega svipuð á eftir honum Tounge gaman. En, allavega, þá erum við einmitt að fara í eina slíka fjöruferð akkúrat núna - ég blogga svo meira á eftir þegar ég kem aftur. TJÁ.

Varanlega varasamt

Mynd009Forréttur = Frumsaminn brandari dagsins ´a la Bella. Þetta lag er eins og laukur - það lætur þig gráta af engri ástæðu.

Aðalréttur = Í framhaldinu býð ég upp á þessa vitleysu sem er í þann mund að fara að gusast út um heilann á mér og hingað inn. Mér dettur ýmislegt í hug eða þá það dettur á mig, hvort sem er þá dett ég allavega sjaldan í það. Ég er eitthvað sem myndi kallast sjálfskipaður og metnaðarfullur drykkju-wannabe. En þegar ég er drukkin titrar borgin, hún nánast skelfur - ég finn gólfið undir mér iða. Það gildir einu hvort ég er einsömul inni á baðherbergi einhvers pöbbsins, sitjandi á klósettinu að pissa, eða standandi yfir fullum hornsófa af fólki í partýum morgundagsins, ég reyti af mér hvern brandarann á eftir öðrum. Flestir verða órólegir við þetta og eiga erfitt með að átta sig á mér - en hlægja þó í annað. Sumir öskra af hlátri og ganga meira að segja svo langt að elta mig herbergjanna á milli til að vera viss um að missa ekki af einum einasta brandara. Fáir fatta grínið á bak við brandarann og enn færri ná að sjá línudansarann á bak við trúðinn - sauðinn undir úlfafeldinum. Það eru einungis þeir sem fá borgina til að titra. Svo lengi sem ég held mér yfirvegaðri og slakri þá stend ég af mér titringinn og slepp þar af leiðandi við þá andlegu garnaflækju sem honum getur fylgt. En yfir í annað - sauðir......ég er einn. Ég á átta bræður og eina systur, ég er elst. Mamma á þar sjö stykki slysaskot og pabbi afgang, ég er eina barn þeirra saman. Heill hópur af ættingjum þar. Ég er frábrugðin þeim öllum á allan hátt mögulegan og upplifði mig mjög mikið sem "svarta sauðinn" í hópnum sem barn. Árið - daginn - mínútuna sem ég áttaði mig á því að þetta væri bara alls ekki þannig - öðlaðist ég frelsi. Ég áttaði mig á því aðeins fimmtán ára gömul að ég væri í raun eftir allt "hvíti sauðurinn" í "svartra sauða" hópi - en ekki fyrr en tuttugu og átta ára að ég væri einnig "hvítur sauður" í "svartra sauða" heimi. Við erum ekki margir, svörtu sauðirnir, en við erum svartir. Við stöndum yfirleitt saman en oft getur verið villandi að greina á milli þeirra alsvörtu og hinna dökkgráu, flekkóttu og blesóttu.

Eftirréttur = Ég renni niður úlfagerfinu og anda að mér vorinu, horfi út fyrir virkið mitt og sé litlu, fallegu lömbin á kreik, alls ósmeyk við þann óleik sem bíður þeirra ef einhver gráðugur og grimmur úlfurinn fær að ráða. Þrjú stór tár leka niður sviðakjammann framan í mér og ég leggst tilneydd í rekkju, verð að hvíla mig eftir nokkurra daga flakk um túnin grænu - máttfarin ég gríp um höfuð mér og hvísla "ái ái - ég vil ekki sofna - hver mun þá passa litlu lömbin"

 

Geðveiki.....ekki satt? Eða hvað....?


Föst í parísarhjóli

Model (5)Jamm og jæja.....þá er maður alveg kexaður......Homeblest - góð báðum megin. Ef ég á að líkja stöðunni í lífi mínu við eitthvað þá verður parísarhjól fyrir valinu.

Lífið er flakk um stóran skemmtigarð.....ég er búin að fara alveg í gegnum

dýragarðinn (var þar illa bitin af LJóni og nokkrum híenum),

grasagarðinn (fékk þar nokkur brunasár eftir brenninettlur) og

sundlaugagarðinn (rétt naumlega slapp þar frá drukknun) en er föst í

tívolígarðinum.

Það er meira að segja svo slæmt að ég er föst í parísarhjólinu. Það fer í hringi og stoppar svo með mig ýmist efst uppi eða alveg niðri.....aldrei fyrir miðju.
Ég er til dæmis búin að vera föst svolítið lengi núna niðri og hlakka mikið til þegar það byrjar aftur að hreyfast og ég fer aftur upp. Þar get ég þó andað að mér hreina loftinu og fylgst ótrufluð með fjöldanum. Það er reyndar svolítið kalt þar og einmannalegt en ég læt mig hafa það. Það sér mig enginn og ég er on the top of the world. En hérna niðri er heit skítamolla, múgurinn er alveg trylltur og þar sem ég er föst í sætinu á hjólinu geta allir séð mig og abbast upp á mig að vild. Ég vona að hljólið hleypi mér úr og fái fljótlega nóg af mér því ég er algjörlega komin með upp í kok af því. Mazeltov.


Komdu aftur

Þú sem birtist óvænt eitt miðvikudagskvöld fyrir stuttu á 3. hæð völundarhússins og fangaðir svo samstundis flöktandi athygli mína, horfðir óhræddur óhikað í augun mín - líkt og ég væri óbrotin og elskanleg........komdu aftur. 

Komdu og faðmaðu mig, kysstu mig á kinnina og hrósaðu mér,  ég er ekki lengur hrædd.  Ég get ekki lifað lengur svona harkalega mótuð af lífinu að ég hræðist kærleika og hlýju, ég hræðist það sem ég þekki ekki, ég hræðist það sem hefur meitt mig og ég hræðist mest það sem tengist hjartanu mínu.
Þínu hjarta aftur á móti ætti ég í engum erfiðleikum með að tengjast......það myndi ég gera af sannri einlægni og í gegnum þá tengingu gæfi ég þér umhyggju, ást, skilning og allt það yndislega sem hjartað mitt hefur upp á að bjóða. En sú tenging nær bara aðra leiðina - frá mér til þín. Ég er hvergi smeik við að elska - en lamandi hrædd við að vera elskuð. Ég kann það ekki.

Sú þjáning - að vera elskaður ÞRÁTT FYRIR það hver maður er..........í staðinn fyrir að vera elskaður FYRIR það sem maður er -  markar á endanum sára og neikvæða tilfinningartengingu við það að vera elskaður.

Ég er eingöngu snertanleg og særanleg í gegnum hjartað mitt. Þar geymi ég mikinn og dýrmætan fjársjóð - ómetanleg gull, glitrandi gimsteina og perlur fegurri en allt. Þar á ég líka endalausar uppskerur af tryggð, vinsemd, alúð og ást, dyngjur fullar af vilja, blíðu, samkennd og trú, tunnur nokkrar hlaðnar atorku, gleði og von en ég á eftir aðeins eina, litla kistu af trausti. Við hlið hennar er djúpt tómarúm þar sem eitt sinn stóðu kistur fullar af værð og vellíðan, sjálfsvirðingu, heilindum, heilbrigði og því dýrmætasta af öllu þessu - sakleysi.

Þú sem gafst mér traust þitt og vildir bara fá mitt í staðinn, þú sem bauðst mér fangið þitt til hvíldar og hlýju og þú sem af alvöru lagðir þig fram við að komast í gegnum varnarveginn minn........komdu aftur.


Fyrsta færslan

Jæja góðir lesendur og fjendur......þá er maður kominn með svona blog síðu til að fá reglulega útrás fyrir skrifræpuna. Þetta verður spennandi get ég lofað og þótt svo að ég muni engan veginn skrifa hér reglulega þá verður það þó aldrei með löngu millibili. Ég hef einhvernveginn alltaf nóg að segja og get talað endalaust er mér sagt......en aldrei þó bara um eitthvað slúður og múður, ég virkilega get "talað". Ég er tiltölega nýorðin þrítug og er einhvernskonar listamaður. Ég byrjaði lífið á öfugum enda og þegar ég var tvítug var ég gift, tveggja barna móðir í bandaríkjunum. Tuttugu og fimm ára var ég fráskilin, einstæð þriggja barna móðir. Ég er núna þrítugur unglingur með vottorð í leikfimi og bólu á nefinu því til sönnunar. Mér finnst allt gaman, nema það sem mér finnst leiðinlegt. Ég sem og spila tónlist og hef gert mjööööög lengi, ég teikna, djamma og sem svo meiri tónlist, hugsa, rökræði, flakka um heiminn og sem tónlist, svo hugsa ég meira. Ég hef oft pælt í sjálfri mér sem móður og mér finnst það kostulegt. Ég er ekki slæm móðir, ég er bara barn sjálf og mér reynist erfitt að taka þær ákvarðanir og ábyrgðir sem fylgja foreldrahlutverkinu. Dóttir mín er að verða tólf ára og hún er dásamleg......synir mínir eru níu og fimm ára og þeir eru líka dásamlegir. Ég hlýt að vera það líka. Ég sem tónlistarmaður er sérvitur, fremur hrokafull og get verið merkileg með mig á köflum.....en það er eingöngu vegna mikillar feimni. Þegar ég spila lögin mín upplifi ég mig sem algjörlega berskjaldaða og nakta á sálinni þannig að um leið og lagið er búið þá lokast ég aftur og hrokafulli karakterinn kemur á vakt. Ég sem manneskja er einstaklega ljúf og einlæg. 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband