Færsluflokkur: Bloggar
Jamm og jæja.....þá er maður alveg kexaður......Homeblest - góð báðum megin. Ef ég á að líkja stöðunni í lífi mínu við eitthvað þá verður parísarhjól fyrir valinu.
Lífið er flakk um stóran skemmtigarð.....ég er búin að fara alveg í gegnum
dýragarðinn (var þar illa bitin af LJóni og nokkrum híenum),
grasagarðinn (fékk þar nokkur brunasár eftir brenninettlur) og
sundlaugagarðinn (rétt naumlega slapp þar frá drukknun) en er föst í
tívolígarðinum.
Það er meira að segja svo slæmt að ég er föst í parísarhjólinu. Það fer í hringi og stoppar svo með mig ýmist efst uppi eða alveg niðri.....aldrei fyrir miðju.
Ég er til dæmis búin að vera föst svolítið lengi núna niðri og hlakka mikið til þegar það byrjar aftur að hreyfast og ég fer aftur upp. Þar get ég þó andað að mér hreina loftinu og fylgst ótrufluð með fjöldanum. Það er reyndar svolítið kalt þar og einmannalegt en ég læt mig hafa það. Það sér mig enginn og ég er on the top of the world. En hérna niðri er heit skítamolla, múgurinn er alveg trylltur og þar sem ég er föst í sætinu á hjólinu geta allir séð mig og abbast upp á mig að vild. Ég vona að hljólið hleypi mér úr og fái fljótlega nóg af mér því ég er algjörlega komin með upp í kok af því. Mazeltov.
Bloggar | 5.4.2008 | 11:17 (breytt kl. 11:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þú sem birtist óvænt eitt miðvikudagskvöld fyrir stuttu á 3. hæð völundarhússins og fangaðir svo samstundis flöktandi athygli mína, horfðir óhræddur óhikað í augun mín - líkt og ég væri óbrotin og elskanleg........komdu aftur.
Komdu og faðmaðu mig, kysstu mig á kinnina og hrósaðu mér, ég er ekki lengur hrædd. Ég get ekki lifað lengur svona harkalega mótuð af lífinu að ég hræðist kærleika og hlýju, ég hræðist það sem ég þekki ekki, ég hræðist það sem hefur meitt mig og ég hræðist mest það sem tengist hjartanu mínu.
Þínu hjarta aftur á móti ætti ég í engum erfiðleikum með að tengjast......það myndi ég gera af sannri einlægni og í gegnum þá tengingu gæfi ég þér umhyggju, ást, skilning og allt það yndislega sem hjartað mitt hefur upp á að bjóða. En sú tenging nær bara aðra leiðina - frá mér til þín. Ég er hvergi smeik við að elska - en lamandi hrædd við að vera elskuð. Ég kann það ekki.
Sú þjáning - að vera elskaður ÞRÁTT FYRIR það hver maður er..........í staðinn fyrir að vera elskaður FYRIR það sem maður er - markar á endanum sára og neikvæða tilfinningartengingu við það að vera elskaður.
Ég er eingöngu snertanleg og særanleg í gegnum hjartað mitt. Þar geymi ég mikinn og dýrmætan fjársjóð - ómetanleg gull, glitrandi gimsteina og perlur fegurri en allt. Þar á ég líka endalausar uppskerur af tryggð, vinsemd, alúð og ást, dyngjur fullar af vilja, blíðu, samkennd og trú, tunnur nokkrar hlaðnar atorku, gleði og von en ég á eftir aðeins eina, litla kistu af trausti. Við hlið hennar er djúpt tómarúm þar sem eitt sinn stóðu kistur fullar af værð og vellíðan, sjálfsvirðingu, heilindum, heilbrigði og því dýrmætasta af öllu þessu - sakleysi.
Þú sem gafst mér traust þitt og vildir bara fá mitt í staðinn, þú sem bauðst mér fangið þitt til hvíldar og hlýju og þú sem af alvöru lagðir þig fram við að komast í gegnum varnarveginn minn........komdu aftur.
Bloggar | 2.4.2008 | 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 1.4.2008 | 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)