Færsluflokkur: Bloggar

Ég fór ekki til hans í kvöld....

Ég guggnaði......ef ég hefði hringt dyrabjöllunni og hann ekki svarað eða jafnvel ekki viljað vera memm, þá hefði ég meitt mig.


Ætli ég sé van- eða mis-....eitthvað?

Það er spurning! Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu fyrr en síðan ég startaði þessu bloggi mínu og hóf að lesa annarra, en ég bara einfaldlega fylgist ekkert með umfjöllunum um öll þessi heimsins mál, svo sem pólitík, stríð og allt það sem er að gerast á plánetunni. Ég bara hef engan áhuga á að lesa um þessi mál eða skoðanir fólks á þeim og ég virðist ekki einu sinni geta haldið neinni einbeitingu þegar ég reyni að gera það. Ég til dæmis les yfir sömu færsluna aftur og aftur en það síast ekkert inn í kjötbolluna í höfðinu á mér - ekki eitt einasta orð.

Sko.....ég er alls ekki að meina það að aðrir séu þá eitthvað verri....heldur er þetta augljóslega eitthvað sem er að hjá mér, það bara hlýtur að vera. Ég er allavega hætt að reyna. En svo aftur á móti les ég með gríðarlegum áhuga hinar ýmsu færslur um ekkert, svo sem.

Er ég van- eða mis-....eitthvað?

Hvað finnst ÞÉR?


Ég var á rútinum með pabba

Keyrðum rúntinn með fornbílaklúbbnum. Við pabbi vorum á corvettunni hans Wink eldrauð ´78 Corvette. Ógeðslega gaman ! Ég var að vonast eftir að geta montað mig en þekkti svo bara einhverja 2 - 3 á laugarveginum - verð því bara að monta mig hér. Vonandi verð ég búin að fá bílinn minn - ´77 Dodge Aspen - næsta rúnt! En það var rosalega gaman að sjá alla þessa fallegu, gömlu bíla - ég elska þá......alla með tölu.

Varðandi vin minn - þennan sérstaka.....þá er ég búin að ákveða að mæta heim til hans annað kvöld vopnuð sitthvorum twister frostpinnanum, Doritos snakki og ostasósu.....einhverju að drekka líka t.d . appelsíni, og sjá hvort hann sé ekki til í kósíkvöld með mér. Hver veit.....það gæti virkað, ég gæti átt það skilið. Sjáum hvernig fer.

 


Vá......

Klikkað kvöld hjá mér í gær. Ég var eitthvað á flakkinu....bara í ísinu mínu eins og vanalega......rölti inn á ónefndan bar á Laugarveginum og viti menn....er ekki bara sá sérstaki þar - bara eins og ekkert sé.....beint fyrir framan mig. Við fengum okkur bjór heima hjá honum og spjölluðum aðeins saman. Hann er ekki alveg að meðtaka hjartað mitt frekar en fyrr um daginn - hann er ekkert að skilja hversu mikið ég er ástfangin af honum. En ég gefst ekki upp. 

Now I gave it one last try -

I opened up and spoke my mind

hoping for a reaction.

He told me how it was and why,

told me that he shared my deep attraction -

that he was only scared

that I might brake his heart

and leave him in a sorrow.

But in a silly way

I just have to say

"I´ll still be here tomorrow". 

 

(Síðasta erendið í "In a silly way") 


Góð helgi að baki.....

Ég átti súper yndislega helgi með 5 ára syni mínum.....hann er snillingur. Við tókum saman upp lagið Dúkkan hennar Dóru og ég set það hérna með fljótlega. Við fórum eins og alltaf í sund á föstudag, laugardag og sunnudag - skemmtum okkur vel. Í dag í sundi kenndi ég honum að kafa. Hann var fyrst svolítið hikandi á því en eftir smá kennslustund þá var hann farinn að kafa út um allt og það líka á botninum. En, þangað til næst....adios.

Réttir í kvöld

Ég tilbúin í réttir - komin í lopann og farin að minnka við sopann....ferlið að byrja að hefjast. Það er algjörlega ótrúlegt og nær óhugsandi að slíkt komi fyrir en ég var í fúlustu alvöru stönguð rétt áðan.....áður en ég steig inn fyrir túnina. Á mínu eigin heimili og það líka af einum bóndanum. Úff....ég er ringluð.......hann er ekki úlfur en skrattans refur samt sem áður - og þeir eru litlu skárri. En koddu bara rebbi litli.....ég er ekki smeik við þína lævísni.....mig vantar nýja hanska.

Hvar eru úlfarnir?

Ég fór út á "lífið" í gærnótt, út á lífið eins og það er í miðborginni á slíkum djammkvöldum.
Ég fór út úr mínu lífi og út á lífið á einu mesta sprengjusvæði jarðar - ég segi það satt - hjálmlaus í þokkabót.
Þar voru flöskum og bjórkönnum grýtt við hvert tækifæri og tilheyrandi vökvainnihald þeirra gusaðist í allar áttir líkt og buna úr garðslöngu með viðbótarþrýsting frá þumalputta einhvers. Þar voru herrar og dömur, dónar og hórur, afar og ömmur og dætur og feður. Í stuttu máli - þar voru úlfar og þar voru kindur. Ég, til tilbreytingar, skemmti mér býsna vel og tók ansi létt á liðinu, aðeins of létt. Ástæða þess sló mig fast í hausinn, rétt áðan satt að segja. Fyrir utan einn og einn ræfil á stangli, hvar voru allir hinir úlfarnir sem vanalega rása þarna um eins og átfíklar í matvöruverslun? Hvar hafa þeir verið og hvað eru þeir að brasa? Það vantaði of marga þeirra og undarlega samt veldur það mér litlum áhyggjum. En það veldur mér hins vegar töluverðum áhyggjum að þetta skuli ekki valda mér meiri áhyggjum. Skítt samt með það.....ég er ég og ég er hér - gettu hver ég er!

Ég er flutt!

LOKSINS. Loksins er ég flutt - og það líka í almennilega íbúð í yndislegu hverfi.....Bólstaðahlíð. Ég er bara einfaldlega svakalega ánægð og sátt við lífið. Á reyndar eftir að koma mér almennilega fyrir en það verður bara gaman og góð hárnæring á sálina mína.....að dúllast við heimilið mitt.....hvað er dásamlegra?! Ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga og tölvan mín er biluð, þ.e.a.s. lyklaborðið virkar ekki. En ég ætla með hana í viðgerð og byrja aftur að blogga á fullu. Þangað til....ciao.

óóóóóó.........

hvað ég elska að fara með hundinn minn út á gróttu - nánar tiltekið í fjöruna alveg við vitann. Þetta svæði er frábært og svo er dásamlega fallegt þarna. Við byrjum alltaf á því að hlaupa frá bílastæðinu og beint niður í fjöru. það er ekkert smá geggjað hvað þessi yndislegi, risastóri hundur er duglegur við að æða út í sjóinn eins og ekkert sé. Þegar við nennum því ekki lengur þá færum við okkur bara yfir á túnið og högum okkur þar eins og hálvitar......ég meina það. Roccó hoppar og skoppar eins og einhvernskonar ofvaxin stökkmús út um allt og ég ábyggilega svipuð á eftir honum Tounge gaman. En, allavega, þá erum við einmitt að fara í eina slíka fjöruferð akkúrat núna - ég blogga svo meira á eftir þegar ég kem aftur. TJÁ.

Varanlega varasamt

Mynd009Forréttur = Frumsaminn brandari dagsins ´a la Bella. Þetta lag er eins og laukur - það lætur þig gráta af engri ástæðu.

Aðalréttur = Í framhaldinu býð ég upp á þessa vitleysu sem er í þann mund að fara að gusast út um heilann á mér og hingað inn. Mér dettur ýmislegt í hug eða þá það dettur á mig, hvort sem er þá dett ég allavega sjaldan í það. Ég er eitthvað sem myndi kallast sjálfskipaður og metnaðarfullur drykkju-wannabe. En þegar ég er drukkin titrar borgin, hún nánast skelfur - ég finn gólfið undir mér iða. Það gildir einu hvort ég er einsömul inni á baðherbergi einhvers pöbbsins, sitjandi á klósettinu að pissa, eða standandi yfir fullum hornsófa af fólki í partýum morgundagsins, ég reyti af mér hvern brandarann á eftir öðrum. Flestir verða órólegir við þetta og eiga erfitt með að átta sig á mér - en hlægja þó í annað. Sumir öskra af hlátri og ganga meira að segja svo langt að elta mig herbergjanna á milli til að vera viss um að missa ekki af einum einasta brandara. Fáir fatta grínið á bak við brandarann og enn færri ná að sjá línudansarann á bak við trúðinn - sauðinn undir úlfafeldinum. Það eru einungis þeir sem fá borgina til að titra. Svo lengi sem ég held mér yfirvegaðri og slakri þá stend ég af mér titringinn og slepp þar af leiðandi við þá andlegu garnaflækju sem honum getur fylgt. En yfir í annað - sauðir......ég er einn. Ég á átta bræður og eina systur, ég er elst. Mamma á þar sjö stykki slysaskot og pabbi afgang, ég er eina barn þeirra saman. Heill hópur af ættingjum þar. Ég er frábrugðin þeim öllum á allan hátt mögulegan og upplifði mig mjög mikið sem "svarta sauðinn" í hópnum sem barn. Árið - daginn - mínútuna sem ég áttaði mig á því að þetta væri bara alls ekki þannig - öðlaðist ég frelsi. Ég áttaði mig á því aðeins fimmtán ára gömul að ég væri í raun eftir allt "hvíti sauðurinn" í "svartra sauða" hópi - en ekki fyrr en tuttugu og átta ára að ég væri einnig "hvítur sauður" í "svartra sauða" heimi. Við erum ekki margir, svörtu sauðirnir, en við erum svartir. Við stöndum yfirleitt saman en oft getur verið villandi að greina á milli þeirra alsvörtu og hinna dökkgráu, flekkóttu og blesóttu.

Eftirréttur = Ég renni niður úlfagerfinu og anda að mér vorinu, horfi út fyrir virkið mitt og sé litlu, fallegu lömbin á kreik, alls ósmeyk við þann óleik sem bíður þeirra ef einhver gráðugur og grimmur úlfurinn fær að ráða. Þrjú stór tár leka niður sviðakjammann framan í mér og ég leggst tilneydd í rekkju, verð að hvíla mig eftir nokkurra daga flakk um túnin grænu - máttfarin ég gríp um höfuð mér og hvísla "ái ái - ég vil ekki sofna - hver mun þá passa litlu lömbin"

 

Geðveiki.....ekki satt? Eða hvað....?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband