Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Ég googlaði nafnið Ísabella bara af forvitni og stóðst ekki mátið, bara varð að taka fyndnustu fyrirsagnirnar úr niðurstöðum gúgglsins og copy-paste hingað inn. ENJOY
- Ísabella er alltaf á ferðinni, ef maður leggur hana einhverstaðar niður þá er hún fljót að klaungrast eitthvað í burtu.- Ég sýni sjálf Ísabellu frá Ólafsvöllum.
- Ferdinand og Ísabella gáfu út tilskipun um að allir Gyðingar skyldu yfirgefa Spán.
- Ísabella er byrjuð í vöggustofu.
-Ísabella er farinn að labba ef maður heldur í aðra höndina og hún getur sagt mamma, pabbi, datt og hæ, svo er hún komin með 11 tennur en er ennþá svotil sköllótt.
- Ég á reyndar eitt gæludýr sjálf en það er hún Ísabella, hún er páfagaukur og er orðin alveg hundgömul eða 8 -9 ára gömul. Hún er eldri en ég!
- Ísabella er fædd 17. Október 2007 og er að öllu óbreittu næsta ræktunnar læða í Kolsholtsræktun.
- Ég og Ísabella mín erum á leiðinni á völlinn á morgun að ná í óákveðinn fjölda af málverjum.
bjargar helling að Ísabella er af tegundinni Nissan micra svo hún teygist bara eftir því hvað inn í hana þarf að fara.
- Á leikskólanum frekjast og alles og Ísabella er farin að skríða nokkur skref og fá fullt af tönnum það er spurníng með hvort að hún fái líka frekjuskarð.
- Á eftir ætla Hjördís og Ísabella að koma í heimsókn og á ég að segja ykkur hvað Ísabella var dugleg í gær!!! Hún sat sjálf ...
- Krúsó nauðgaði Ísabellu. Gaddemit ... Allt í einu heyra þau væl í Ísabellu og þau fara og tékka á þessu, en þá er Krúsó aftan á Ísabellu. ...
- Já, auðvitað er hún Ísabella skutla inní þessum hóp.
- Ísabella seldi kamelljónið og keypti sér nýja diskinn með Paris Hilton.
- Pokinn er ekki merktur,en innlegg í skó eru merktir Ísabella.
- Það var snilld að renna sér niður, ég og ísabella lentum alltaf í grjótinu.
- Við Ísabella lúlluðum líka í vögnunum okkar, það var eitthvað svo voða notalegt.
- Fellibylurinn Ísabella fór um austurströnd Bandaríkjanna í lok september 2003. Stærsta eyjan heitir Ísabella. Á henni sjást þrír gígar.
- Mestu framfarir : Ísabella
- Hvað með hana þá ef Ísabella er ekki búin að lesa hana.
- Þetta er að verða svoldið mikið þreyttur brandari að þú sért Ísabella.- Ísabella Ninja.
- Ég er ekki í alveg rosa stuði núna til að blogga en hún Ísabella er komin að skemmta mér.
- Ísabella gerir lítið annað en að safna orðaforða og krullum.
- Ísabella var að fá nýjan bílstól í dag og henni finnst hann æði.
- Svo kíkti ég í dýraríkið aðeins og keypti páskaföt á Ísabellu.
- Vil ekki að Ísabella fari í fegurðarsamkeppni.
- Kortið var hins vegar ekki til Ísabellu.
- Ísabella var sterklega þeirrar skoðunar að þessi hreyfanlega dúkka ætti ekki heima í fangi móður sinnar þar ætti hún sjálf heima.
- Ég og Ísabella, bróðir minn á hana.
- Ísabella og Ferdinand sigruðu það stríð að lokum.
- Hrafn og Ísabella hafa komið hingað að leika, alltaf gaman.
- Hvað með þig Ísabella.. ertu farin að gróa föst við meginlandið eða?
- En ég er sérstakur ritari fyrir Ísabellu núna þar sem hún getur ekki tengst netinu ...- Ísabella - þessi rólyndis krakki er sko ekki mjög róleg í dag.
- Ísabella frá Ólafsvöllum besti hvolpur tegundar.
- Róbert ætlar að koma Ísabellu niður og koma svo. ... Stelpurnar voru sáttar við það sem hann kom með og Ísabella úaði mikið.
- Fyrstu tónleikar Ísabellu voru haldnir áðan. Hún lék fjórhent.
- Að sjálfsögðu lagði Ísabella saman einn og einn og fékk út tvo.
- Ísabella fékk bara glimrandi góðar einkunnir og góðan vitnisburð. .... Vinkona Ísabellu er að gista hjá henni og gasa stuð á þeim.
- Í dag fékkst það staðfest að Ísabella er hvolpafull. Ísabella er afar gott eintak af Bulldog.
- Við blasti Snigladjöfla-dóttirin Ísabella, mesta hörkutól norðan Alpafjalla.
- Sesselja fór líka á kostum sem Ísabella. Raddlega var hún fín.
- Pabbi og Ísabella voru eins og hafmeyjur og ég var alltaf að kippa Ísabellu upp úr vatninu.
- Ísabella stækkar og stækkar, komin með tvær litlar og hárbeittar tennur.
- Ísabella og Ronja leita sér að heimili!
- En allveg er Ísabella orðin 4780 grömm :) Hún stækkar og stækkar þessi elska.
- Ísabella að klæða sig í.
- Ísabella er grein sem finna má á Wikipediu.
- Basse hundurinn var alltaf hjá Ísabellu við matarborðið.
- Ég og Ísabella ætlum að vera úber-duglegar í ræktinni í sumar þannig að við getum spókað okkur í míníbikiníunum.
- Þegar Ísabella var sofnuð voru hundarnir hjá mér í stofunni, þeir vöktu okkur.
- Við ákváðum að nefna hana Ísabella Straumland - af þeirri einskærri tilviljun að hún var sætust Í heimi geimi ...
- En annars er oft mikið gaman hjá okkur á Geirsnefi, allavega ef hún Ísabella er ekki á staðnum!
- Ísabellu og Óskari finnst ég frekar leiðinleg þessa dagana.
- Ísabella biður kærlega að heilsa.
Bloggar | 31.5.2008 | 14:32 (breytt kl. 15:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég guggnaði......ef ég hefði hringt dyrabjöllunni og hann ekki svarað eða jafnvel ekki viljað vera memm, þá hefði ég meitt mig.
Bloggar | 31.5.2008 | 03:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er spurning! Ég hef reyndar ekki pælt mikið í þessu fyrr en síðan ég startaði þessu bloggi mínu og hóf að lesa annarra, en ég bara einfaldlega fylgist ekkert með umfjöllunum um öll þessi heimsins mál, svo sem pólitík, stríð og allt það sem er að gerast á plánetunni. Ég bara hef engan áhuga á að lesa um þessi mál eða skoðanir fólks á þeim og ég virðist ekki einu sinni geta haldið neinni einbeitingu þegar ég reyni að gera það. Ég til dæmis les yfir sömu færsluna aftur og aftur en það síast ekkert inn í kjötbolluna í höfðinu á mér - ekki eitt einasta orð.
Sko.....ég er alls ekki að meina það að aðrir séu þá eitthvað verri....heldur er þetta augljóslega eitthvað sem er að hjá mér, það bara hlýtur að vera. Ég er allavega hætt að reyna. En svo aftur á móti les ég með gríðarlegum áhuga hinar ýmsu færslur um ekkert, svo sem.
Er ég van- eða mis-....eitthvað?
Hvað finnst ÞÉR?
Bloggar | 30.5.2008 | 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Keyrðum rúntinn með fornbílaklúbbnum. Við pabbi vorum á corvettunni hans eldrauð ´78 Corvette. Ógeðslega gaman ! Ég var að vonast eftir að geta montað mig en þekkti svo bara einhverja 2 - 3 á laugarveginum - verð því bara að monta mig hér. Vonandi verð ég búin að fá bílinn minn - ´77 Dodge Aspen - næsta rúnt! En það var rosalega gaman að sjá alla þessa fallegu, gömlu bíla - ég elska þá......alla með tölu.
Varðandi vin minn - þennan sérstaka.....þá er ég búin að ákveða að mæta heim til hans annað kvöld vopnuð sitthvorum twister frostpinnanum, Doritos snakki og ostasósu.....einhverju að drekka líka t.d . appelsíni, og sjá hvort hann sé ekki til í kósíkvöld með mér. Hver veit.....það gæti virkað, ég gæti átt það skilið. Sjáum hvernig fer.
Bloggar | 29.5.2008 | 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klikkað kvöld hjá mér í gær. Ég var eitthvað á flakkinu....bara í ísinu mínu eins og vanalega......rölti inn á ónefndan bar á Laugarveginum og viti menn....er ekki bara sá sérstaki þar - bara eins og ekkert sé.....beint fyrir framan mig. Við fengum okkur bjór heima hjá honum og spjölluðum aðeins saman. Hann er ekki alveg að meðtaka hjartað mitt frekar en fyrr um daginn - hann er ekkert að skilja hversu mikið ég er ástfangin af honum. En ég gefst ekki upp.
Now I gave it one last try -
I opened up and spoke my mind
hoping for a reaction.
He told me how it was and why,
told me that he shared my deep attraction -
that he was only scared
that I might brake his heart
and leave him in a sorrow.
But in a silly way
I just have to say
"I´ll still be here tomorrow".
(Síðasta erendið í "In a silly way")
Bloggar | 26.5.2008 | 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 25.5.2008 | 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 18.5.2008 | 04:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég fór út úr mínu lífi og út á lífið á einu mesta sprengjusvæði jarðar - ég segi það satt - hjálmlaus í þokkabót.
Þar voru flöskum og bjórkönnum grýtt við hvert tækifæri og tilheyrandi vökvainnihald þeirra gusaðist í allar áttir líkt og buna úr garðslöngu með viðbótarþrýsting frá þumalputta einhvers. Þar voru herrar og dömur, dónar og hórur, afar og ömmur og dætur og feður. Í stuttu máli - þar voru úlfar og þar voru kindur. Ég, til tilbreytingar, skemmti mér býsna vel og tók ansi létt á liðinu, aðeins of létt. Ástæða þess sló mig fast í hausinn, rétt áðan satt að segja. Fyrir utan einn og einn ræfil á stangli, hvar voru allir hinir úlfarnir sem vanalega rása þarna um eins og átfíklar í matvöruverslun? Hvar hafa þeir verið og hvað eru þeir að brasa? Það vantaði of marga þeirra og undarlega samt veldur það mér litlum áhyggjum. En það veldur mér hins vegar töluverðum áhyggjum að þetta skuli ekki valda mér meiri áhyggjum. Skítt samt með það.....ég er ég og ég er hér - gettu hver ég er!
Bloggar | 13.5.2008 | 03:43 (breytt kl. 12:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | 11.5.2008 | 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)