Commentið meira hjá mér - finnst það svo gaman

Undecided  Ég get alveg sagt það með vissu að það að fæða barn er ekki lengur versti sársauki sem ég hef kynnst. Í gær var ég í aðgerð á kjálkanum......tveir jaxlar í neðri gón voru sem sagt rótgrónir við kjálkabeinið og það varð að fjarlægja þá - og ekki á neinn venjulegan hátt því þar sem þeir voru grónir við kjálkann þurfti að skera mig upp og bora og brjóta þá frá beininu. Þetta tók allt saman um 3 klukkutíma og var helvíti. Það sárasta sem ég hef lent í. Núna er ég stokkbólgin og svo föl að ég er glær, missti mikið blóð og gleypti líka helling af því svo ég er ennþá ælandi blóði - rosalega girnilegt, varirinar á mér í fokki og allar rifnar - plús það að ég byrjaði á blæðingum áðan svo að þetta eru æðislegir dagar Crying  Mér líður svo illa að ég get ekki sofið. Ef ég gúffa í mig parkódíninu sem ég fékk æli ég bara svo það er ekkert annað að gera en að láta sig hafa það. Ég vildi að ég ætti rómantískan og hugulsaman kærasta sem myndi senda mér blóm og konfekt eða gera eitthvað sætt fyrir mig. Sá sem kemst næst því forðast mig og algjörlega er hundsama um þjáningar mínar....spurning um að endurskoða það mál eitthvað Woundering  Ég er ungleg og myndarleg, vel gefin og skemmtileg þrítug kona og mér finnst ég eiga skilið að eiga kærasta sem er stoltur af mér og óhræddur við að elska mig. Someday - someday. En jæja....það hefur svo sem ekkert annað verið að gerast hjá mér þessa dagana.....annað en að drepast úr bágti - fyrir og eftir aðgerð. En nú hættir þessi þráláti eyrnaverkur sem ég er svo oft með í vinstra eyranu samt, hann stafaði sem sagt af þessu jaxlaveseni. Hvert sinn sem ég reyndi eitthvað á tennurnar erti það taugina sem liggur til dæmis upp í eyra og það útskýrir þennan eyrnaverk. Anda get ég ekki sagt annað en að mér líði betur...þó svo að mér líði verr. Sko....til að útskýra.....þá leið mér verr þannig að ég fann stanslaust að það var eitthvað að og eyrað var að drepa mig....nú er ég amk bara sár og aum í skurðinum og kjálkanum eftir aðgerðina.....það er munur á. Andlega finn ég líka mun.....að vita að það er búið að laga þetta vandamál og að ég er að gróa....það er jákvætt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég gekk í gegnum það sama, nema hvað það voru allir fjórir endajaxlarnir. Ellefu ár síðan, en ég heyri enn brothljóðin... AAAARRRRGH!

Ég leit út eins og körfubolti í viku, gat ekki talað og varla hugsað. Slefaði bara eins og smákrakki og mátti náttúrulega ekki fara í vinnuna, þar sem lítið gagn var í ótalandi sölumanni sem leit út eins og fílamaðurinn!

Ég slapp samt við eyrnaverkinn, skilst að það sé síst skemmtilegt. Fékk bara verk í augun, sem linaðist þega ég gerði mig rangeygan - spauglaust. Fékk því uppáskrifaða einhverja ólyfjan sem gerði lífið bærilegra.

Huggaðu þig við að það skiptir engu máli þó að þú sért á túr, það fer hvort eð er enginn á þig svona útlítandi! :)

Ingvar Valgeirsson, 12.10.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband