Færsluflokkur: Bloggar

Ég er sorgmædd

Kisan mín, hún Matthildur, er dáin. Hún varð fyrir bíl. Ég er sorgmædd og reið. Ég var alla vikuna að vinna uppi í sveit og þegar ég kom aftur heim fékk ég fréttirnar. Ég er að fara aftur upp í sveit á eftir. Ekkert sem heldur mér í bænum, öllum er sama.

Gull og Silfur

Ég veit ekki hversu oft ég hef brennt mig á honum en það er ansi oft og mér er löngu farið að svíða. Mér sveið svo mikið í fyrradag að ég brast í grát, ég virkilega kveinkaði mér. Hversu oft ætli ég muni brenna á honum í viðbót og hversu oft mun ég strá salti í eigin sár - hans vegna? Ég get loksins svarað þessari spurningu minni sem ég hef spurt sjálfa mig að svo oft en hingað til aldrei getað svarað. Ég get loks svarað mér "aldrei aftur" - ég mun aldrei aftur brenna mig á honum. Ég verð að lofa sjálfri mér því. Hans klemmur og kreistur eru ekki mínar að leysa og síðan að ég áttaði mig á að þær væru ekki einu sinni mínar hef ég fundið til léttis. Þær eru hans og eingöngu hans - hann mun að öllum líkindum eiga erfitt uppdráttar og vera lengi að leysa þær en það kemur mér ekki lengur við. Héðan í frá mun ég leita að minni gullstjörnu og hafa þá silfruðu í bakrunni - sem hluta af minni fortíð.

Stúlkukindin ég.

Það er laugardagur......það er erfitt laugardagskvöld. Ég sit hérna heima hjá mér að sötra kaffi og er að reyna að koma mér til að fara í baðið sem ég lét leka í fyrir mig áðan. Ég er búin að finna til fötin sem ég ætla í - það er hættulega sexý dress sem varð fyrir valinu fyrir kvöldið. Partýið er byrjað....það byrjaði klukkan tíu og ég ætlaði að vera löngu farin af stað. Ég vildi að ég væri með risastóran og útstæðan hæl á hægri fót svo ég gæti sparkað fast í rassgatið á sjálfri mér. Kannski ég prófi að slá mig utan undir....það virkar oft. Ái.....jább.....er ekki frá því að það hafi hækkað blóðþrýstinginn örlítið. Þetta er stórt og flott partý og verður fjölmennt og flott. Það eru þó nokkuð margir skandinavískir hjólamenn á landinu núna í tilefni þess að klúbburinn á afmæli. Ég er reyndar búin að hitta þá flesta, það gerði ég í gær og ég verð að segja að þetta er eiginlega bara mjög flottur hópur.  Þeir eru aðallega frá Noregi og Danmörku, enginn frá Svíþjóð að þessu sinni. Ég verð að reyna eftir minni allra bestu getu að beisla mig í kvöld og haga mér eins og prúð, lítil dama. Reyna að skera ekki úr og vekja á mér óþarfa athygli eins og mér er einni laginu líst.

En jæja.....ég ætla þá loksins að láta þetta stóra kvöld hefjast og drulla mér í gang. L8er h8er.


HLUSTIÐ Á NÝJA LAGIÐ MITT OG COMMENTIÐ.

Þá er nýjasta lagið mitt komið út úr heilahylkinu á mér og niður í eitthvað áheyranlegt form. Það er alltaf léttir fyrir mig að losna við beinagrindurnar af nýfæddum lögum mínum úr systeminu, þá fyrst get ég farið að spekjúlera í þeim og hlaða utan á þau einhver lög af tónum og tilfinningum. Þetta lag rann mjúklega í gegn eins og olíusmurt ungabarn á nýbónuðu parketi. Ég er reyndar ekki lengur sátt við kjarna lagsins - það er að segja....hvað hjartað mitt meinar með því. Mér einfaldlega klígjar við því hversu veikgeðja, barnalegt og aumt það er og hingað til hefur þessi litla, aumingjalega blóðpumpa fengið að skipta sér af einum of mikið.  En, nákvæmlega á þessu augnarbliki eru hlutkestir þess að breytast því í morgun þegar ég heyrði nýja lagið, tilbúið í heild sinni, þá tók ég ákvörðun um það að teipa fyrir vit hjarta míns, binda hendur og fætur þess fastar og slökkva hjá því ljósin, setja það umsvifalaust í ótímabundna einangrun. Það ætti að kenna því og herða það. Tja, það ætti að minnsta kosti að minnka í því rostann.

En, hvað um það......vonandi líkar ykkur frumgerðin af laginu mínu "I´m On Fire" og endilega (plís, plís, plíííís) setjið inn athugasemd. Ciao bello.


Upptaka

Ég er akkúrat núna hjá vini mínum að taka upp lagið mitt "I´m on fire" og það gengur æðislega. Þetta er magnað lag að mínu mati og ég hlakka til að fá álit ykkar á þessu. Ég læt þetta hérna inn um leið og ég get Tounge

Jæks....

Hvað er maður að gera heima að blogga á laugardagskvöldi ? Maður spyr sig - en þegar maður spyr SIG er fátt um svör.....tja.....allavega ef maður vissi það þá væri maður ekki að spyrja sig - svo maður getur aldrei svarað sér. Héðan í frá er ég hætt að spyrja mig, mér finnst það kjánalega tilgangslaust og þetta orðatiltæki er jafnframt eitt það heimskulegasta sem fyrir finnst - að mínu mati. En, hvað um það.

Ég er sem stendur að taka upp nýjasta lagið mitt og það gengur sæmilega. Annars er ég komin með nóg af þessu fyrir daginn í dag og baðið mitt bíður eftir mér ásamt hrúgu af fötum sem ég þarf að gramsa í gegnum og velja úr fyrir kvöldið. Það er ekkert djók skal ég segja ykkur.....of mikið úrval og svo er ég að hallast að því að ég sé haldin einhvernskonar valkvíða. Ég virðist eiga einstaklega erfitt með að velja úr þegar það er of margt í boði. Það minnir mig á það að í nokkra mánuði eftir að ég fluttist til Bandaríkjanna (1997) var ég í stökustu vandræðum með að velja mér brauð til að kaupa þegar ég fór að versla. Það voru örugglega kílómetra langar og margra hæða vöruhillur fullar af brauði og ég var stundum upp undir hálftíma bara að velja eina fjárans brauðtegund til að kaupa. Allt of mikið úrval og það gerði mér fáránlega erfitt fyrir.

En bæ í bili.

Hæ....

Klikkað veður í nótt maður......úff. Ég vaknaði í morgun við það að ég hélt ég myndi fjúka út um gluggann. En mikið svaf ég vel Smile  alveg eins og ungabarn - dásamlegt. Planið fyrir kvöldið er heitt.....klæði mig upp í sexy, falleg föt og held út á lífið. Vonast til að sjá ykkur sem flest.....Boston er málið. Sjáumst.

Ja hérna...

Er engin smuga út úr þessu helv... 50 akreina hringtorgi sem ég virðist vera föst í endalaust ? Er ekki einu sinni viss hvort að það er innsti hringurinn sem á réttinn hérna eða hvort það borgi sig ekki bara fyrir mig að reyna að komast sem fyrst út úr þessu og taka hvert tækifæri sem mér gefst til þess að svína mér leið utar. Hringirnir eru langir, færðin orðin slæm og umferðin verður bara harðari og þéttari með hverri mínútunni - ég orðin yfirmáta þreytt, pirruð, ringluð og einfaldlega komin með helþétta andlega garnaflækju af öllu þessu endalausa hringsóli.....ÚFF. Mig langar samt núna bara helst að stansa, kyrrsetja mig í miðri sultudrullunni og hvílast í smá tíma. Aðeins að fá að anda léttar og ná áttum - taka bara með glöðu geði öllum öskrunum og fokkmerkjunum frá snargeðtruflaða pakkinu sem truntast framhjá mér.


Hvað á maður að gera af sér?

Í kvöld ætla ég að kíkja í einn bjór á Dillon eða Boston. Það er svo næs fólk á þessum stöðum....Iæ love it. Var annars að koma heim......kíkti aðeins á mömmu gömlu. Hef reyndar ekkert að segja svo bara have fun gæs. Bæ.

Oj bara!

Stanslaust er verið að minnna mig á hvað fólk getur verið fokking leiðinlegt. Ólíklegustu ógæfu- lúserar virkilega halda að maður girnist grautmygluðu tómatana þeirra og ormétna salathausinn. Herra og frú almúgi eru svakalega vinaleg í framkomu við lendingu, brosa sannfærandi til manns, skella jafnvel á mann einum góðum gullhamri en snúa sér svo hratt við og æla af viðbjóði sökum öfundsýki og minnimáttarkenndar. Ég gef skít í það. Skítt með kerfið sagði einhver - skítt með pakkið segi ég.......og oj bara! Yfir hverju eiga allir svona fokking bágt? Ekki er það mér að kenna ef fólk er í mínus með sjálft sig og rúllar sér reglulega upp úr sjálfsvorkunardögginni. Þeirra slef - þeirra mál. Það truflar mig ekki einu sinni þótt þau slefi örlítið utan í mig annað slagið - finn ekki fyrir því, tek yfirleitt ekki eftir því og ef svo er þá bara þurrka ég það af. Öðru máli gildir nú samt um æluna úr þeim og henni skulu þau halda frá mér, þ.e.a.s. ef ekki skal hafa verra en verra af.

Fólk er alltaf samt við sig og kjáninn ég ræð ekki við að þykja eitthvað vænt um það í heild sinni, ælupúkana líka. Vil samt ekki sjá þá nálægt mér því mér finnst æla einstaklega viðurstyggilega ógeðfeld. Stundum er ég glögg og finn ælustinkinn úr langri fjarlægð....þrátt fyrir öfgakenndan ilmatnsdauninn sem sullaður var á til að yfirgnæfa hann. En stundum kemur kemur samt líka æluskvettan mér að óvörum og þá skulu menn biðja fyrir að ekki slettist svo mikið sem einn dropi á mig eða nálægt mér. ÆLIÐ AF VILD - Í YKKAR EIGIN KLÓSETT.

amen 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband