HLUSTIÐ Á NÝJA LAGIÐ MITT OG COMMENTIÐ.

Þá er nýjasta lagið mitt komið út úr heilahylkinu á mér og niður í eitthvað áheyranlegt form. Það er alltaf léttir fyrir mig að losna við beinagrindurnar af nýfæddum lögum mínum úr systeminu, þá fyrst get ég farið að spekjúlera í þeim og hlaða utan á þau einhver lög af tónum og tilfinningum. Þetta lag rann mjúklega í gegn eins og olíusmurt ungabarn á nýbónuðu parketi. Ég er reyndar ekki lengur sátt við kjarna lagsins - það er að segja....hvað hjartað mitt meinar með því. Mér einfaldlega klígjar við því hversu veikgeðja, barnalegt og aumt það er og hingað til hefur þessi litla, aumingjalega blóðpumpa fengið að skipta sér af einum of mikið.  En, nákvæmlega á þessu augnarbliki eru hlutkestir þess að breytast því í morgun þegar ég heyrði nýja lagið, tilbúið í heild sinni, þá tók ég ákvörðun um það að teipa fyrir vit hjarta míns, binda hendur og fætur þess fastar og slökkva hjá því ljósin, setja það umsvifalaust í ótímabundna einangrun. Það ætti að kenna því og herða það. Tja, það ætti að minnsta kosti að minnka í því rostann.

En, hvað um það......vonandi líkar ykkur frumgerðin af laginu mínu "I´m On Fire" og endilega (plís, plís, plíííís) setjið inn athugasemd. Ciao bello.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér líkar þetta lag fínt eins og reindar öll þín lög, og hlusta mikið á þig ljúfan, takk fyrir frábært kvöld í gær, en wow, nú er mín þreytt. risa knús.

Gerða (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 17:43

2 identicon

Frábært lag !

nonni (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:21

3 identicon

Elsku yndislega Bella beutiful.

Það er svo gott að hlusta á þig, röddin þín er svo silkimjúk og falleg einsog þú...

Takk !

Sigtryggur

Sigtryggur (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband