Stúlkukindin ég.

Það er laugardagur......það er erfitt laugardagskvöld. Ég sit hérna heima hjá mér að sötra kaffi og er að reyna að koma mér til að fara í baðið sem ég lét leka í fyrir mig áðan. Ég er búin að finna til fötin sem ég ætla í - það er hættulega sexý dress sem varð fyrir valinu fyrir kvöldið. Partýið er byrjað....það byrjaði klukkan tíu og ég ætlaði að vera löngu farin af stað. Ég vildi að ég væri með risastóran og útstæðan hæl á hægri fót svo ég gæti sparkað fast í rassgatið á sjálfri mér. Kannski ég prófi að slá mig utan undir....það virkar oft. Ái.....jább.....er ekki frá því að það hafi hækkað blóðþrýstinginn örlítið. Þetta er stórt og flott partý og verður fjölmennt og flott. Það eru þó nokkuð margir skandinavískir hjólamenn á landinu núna í tilefni þess að klúbburinn á afmæli. Ég er reyndar búin að hitta þá flesta, það gerði ég í gær og ég verð að segja að þetta er eiginlega bara mjög flottur hópur.  Þeir eru aðallega frá Noregi og Danmörku, enginn frá Svíþjóð að þessu sinni. Ég verð að reyna eftir minni allra bestu getu að beisla mig í kvöld og haga mér eins og prúð, lítil dama. Reyna að skera ekki úr og vekja á mér óþarfa athygli eins og mér er einni laginu líst.

En jæja.....ég ætla þá loksins að láta þetta stóra kvöld hefjast og drulla mér í gang. L8er h8er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband