Eurovision

Nú eru æfingarnar fyrir Eurovision byrjaðar á fullu hjá okkur stelpunum í Elektra og við erum sannarlega með langflottasta atriðið. Ég veit að við rúllum þessu upp og förum út í keppnina. Ég hvet ykkur öll til að fylgjast með nk. laugardag og kjósa okkur. Við verðum í þættinum súper á fm95.7 næsta fimmtudagsmorgunn og ég spila eitt lag sem systurnar sætu í O´hara syngja, en þær eru söngkonur bandsins. Þessi hljómsveit er bara ótrúlega flott og ég hef trú á að við eigum glæstan feril að höndum. Þær eru svo flottar söngkonur systurnar og svo erum við með magnaða bassastelpu og líka trommarastelpu. Ég er auðvitað líka glæsileg á gítarnum Wink  Þetta er mitt stóra tækifæri trúi ég og er einstaklega þakklát að hafa verið beðin um þetta. Spennandi að sjá hvað gerist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Gangi þér/ykkur vel.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 31.1.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband